Naustaskóli - skólaakstur úr Innbænum frá Litla Garði

Málsnúmer 2011100038

Vakta málsnúmer

Skólanefnd - 30. fundur - 17.10.2011

Lagt fram til kynningar erindi dags. 14. september 2011 frá skólastjóra Naustaskóla, þar sem hann óskar eftir svari við því hvort 3 nemendur í skólanum sem búa í Litla-Garði eigi rétt á skólaakstri vegna fjarlægðar heimils frá skóla.

Skólanefnd - 31. fundur - 31.10.2011

Undirbúningsfundur.

Umræður voru um fyrirkomulag og viðmið vegna skólaaksturs barna í grunnskóla sem búa í útjaðri þéttbýlis Akureyrar.

Skólanefnd - 32. fundur - 07.11.2011

Fyrir fundinn voru lögð drög að reglum um skólaakstur í Akureyrarbæ, með tilvísan til erindis um skólaakstur úr Innbænum frá Litla Garði í Naustaskóla. Einnig var tekið fyrir erindi frá íbúum í Litla Garði vegna akstur nemenda í Naustaskóla.

Skólanefnd frestar umræðu um drög að reglum um skólaakstur. Skólanefnd felur fræðslustjóra að ræða við íbúa í Litla Garði um lausn á erindi þeirra í samræmi við umræður á fundinum.