Skólanefnd

26. fundur 19. september 2011 kl. 14:00 - 15:58 Fundarsalur á 2. hæð í Glerárgötu 26
Nefndarmenn
  • Sigurveig S. Bergsteinsdóttir formaður
  • Preben Jón Pétursson
  • Sigrún Björk Sigurðardóttir
  • Jóhann Gunnar Sigmarsson
  • Logi Már Einarsson
Starfsmenn
  • Hrafnhildur G Sigurðardóttir leikskólafulltrúi
  • Árni Konráð Bjarnason fundarritari
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2011 - endurskoðun - fræðslu- og uppeldismál

Málsnúmer 2011090079Vakta málsnúmer

Fyrir fundinn voru lagðar upplýsingar og tillögur um endurskoðun fjárhagsáætlunar 2011 í fræðslu- og uppeldismálum. Þar kemur fram að til viðbótar auknum kostnaði vegna kjarasamninga er óskað eftir hækkun á fjárhagsáætun ársins um kr. 104.790.000 m.a. vegna fjölgunar barna hjá dagforeldrum, aukins kostnaðar við Tónlistarskólann vegna Hofs, vanáætlunar í skólaakstri, aukins kostnaðar vegna systkinaafsláttar og hækkunar á húsaleigu.

Skólanefnd samþykkir að vísa erindinu til bæjarráðs.

2.Fjárhagsáætlun 2012 - fræðslu- og uppeldismál

Málsnúmer 2011090069Vakta málsnúmer

Fyrir fundinn voru lagðar til kynningar forsendur fjárhagsáætlunar 2012, sem samþykktar hafa verið í bæjarráði.

Logi Már Einarsson S-lista og Jóhann Gunnar Sigmarsson A-lista gera eftirfarandi bókun:

Við fyrstu sýn er þessi hagræðingarkrafa algjörlega óraunhæf. Við lýsum furðu á því að gera eigi meiri hagræðingarkröfu á skóla og uppeldismál en flestum öðrum sviðum. Við skorum á bæjaryfirvöld að forgangsraða í þágu barna og unglinga.

3.Leikskólagjöld fyrir börn með lögheimili utan Reykjavíkur - breyting á gjöldum

Málsnúmer 2011020147Vakta málsnúmer

Kynnt var samkomulag sem náðist á fundi sem Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri og Gunnar Gíslason fræðslustjóri áttu með borgarstjóra, formanni borgarráðs og fjármálastjóra skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur. Þar kemur fram að farið verður eftir viðmiðunargjaldskrá Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna barna sem dvelja í leikskólum Reykjavíkur en eru með lögheimili á Akureyri. Þegar endurskoðun á viðmiðunargjaldskrá Sambandsins er lokið gildir sú gjaldskrá afturvirkt og verður gerður einn reikningur fyrir mismuninum á núverandi gjaldskrá og endurskoðaðri gjaldskrá fyrir það tímabil sem börnin dvelja í leikskólum borgarinnar en eiga lögheimili á Akureyri.

4.Leikskólagjöld og afsláttur

Málsnúmer 2011080082Vakta málsnúmer

Fyrir fundinn var lögð tillaga að breyttum reglum um afsláttargjaldskrá dagforeldra, leikskóla og frístunda. Þar er lagt til að námsmenn greiði samkvæmt afsláttargjaldskrá ef þeir stunda nám sem stendur í a.m.k. eitt ár í stað tveggja áður.

Skólanefnd samþykkir framkomna tillögu.

5.Sérkennsla í leikskólum 2011

Málsnúmer 2011060013Vakta málsnúmer

Til kynningar var farið yfir stöðuna í sérkennslu leikskólanna eins og hún er í dag og stefnir í að verða næsta árið. Þar kom fram að börnum í leikskólum sem þurfa sérstaklega mikla umönnun hefur fjölgað frá vori 2011. Þetta hefur kallað á aukna þjónustu við þessi börn sem hefur verið mætt með fjölgun stöðugilda um tvö í sérkennslu.

6.Starfslýsing - matráður/matreiðslumaður

Málsnúmer 2011090070Vakta málsnúmer

Lögð var fram til kynningar endurskoðuð starfslýsing fyrir matráða og matreiðslumenn í skólum.

Fundi slitið - kl. 15:58.