Sérkennsla í leikskólum 2011

Málsnúmer 2011060013

Vakta málsnúmer

Skólanefnd - 18. fundur - 08.06.2011

Fyrir fundinn var lagt yfirlit yfir stöðu mála í sérkennslu í leikskólum Akureyrarbæjar. Þar kemur fram að sérkennslubörnum hefur fjölgað á síðustu árum en stöðugildum til sérkennslu hefur ekki fjölgað um margra ára skeið. Því er þörf fyrir fjölgun stöðugilda í sérkennslu um 2 á ársgrundvelli svo hægt sé að halda uppi sambærilegu þjónustustigi og undanfarin ár.

Skólanefnd samþykkir fyrir sitt leyti umbeðna fjölgun stöðugilda og óskar eftir viðbótarfjármagni að upphæð kr. 8.600.000 í endurskoðun fjárhagsáætlunar 2011.

Bæjarráð - 3276. fundur - 23.06.2011

2. liður í fundargerð skólanefndar dags. 8. júní 2011:
Fyrir fundinn var lagt yfirlit yfir stöðu mála í sérkennslu í leikskólum Akureyrarbæjar. Þar kemur fram að sérkennslubörnum hefur fjölgað á síðustu árum en stöðugildum til sérkennslu hefur ekki fjölgað um margra ára skeið. Því er þörf fyrir fjölgun stöðugilda í sérkennslu um 2 á ársgrundvelli svo hægt sé að halda uppi sambærilegu þjónustustigi og undanfarin ár.
Skólanefnd samþykkir fyrir sitt leyti umbeðna fjölgun stöðugilda og óskar eftir viðbótarfjármagni að upphæð kr. 8.600.000 í endurskoðun fjárhagsáætlunar 2011.

Bæjarráð samþykkir ósk skólanefndar og vísar liðnum til endurskoðunar fjárhagsáætlunar 2011.

Skólanefnd - 25. fundur - 12.09.2011

Farið yfir stöðu mála í sérkennslu í leikskólum eins og hún liggur nú fyrir.

Þessum lið er frestað til næsta fundar.

Skólanefnd - 26. fundur - 19.09.2011

Til kynningar var farið yfir stöðuna í sérkennslu leikskólanna eins og hún er í dag og stefnir í að verða næsta árið. Þar kom fram að börnum í leikskólum sem þurfa sérstaklega mikla umönnun hefur fjölgað frá vori 2011. Þetta hefur kallað á aukna þjónustu við þessi börn sem hefur verið mætt með fjölgun stöðugilda um tvö í sérkennslu.