Málsnúmer 2011010118Vakta málsnúmer
Sesselja Sigurðardóttir leikskólaráðgjafi og Sigurbjörg Rún Jónsdóttir verkefnastjóri mættu á fundinn undir þessum lið og fóru yfir stöðuna.
Í byrjun september eru 40 dagforeldrar starfandi. Eitt dagforeldri kemur úr veikindaleyfi í byrjun október og verið er að vinna við leyfisveitingu fyrir eitt dagforeldri. Þegar það verður búið verða dagforeldrar 42 og barnafjöldi hjá þeim 200 börn.
Dagforeldrar á fyrsta starfsári mega hafa fjögur börn, en eftir að fyrsta starfsári lýkur og allt hefur gengið vel, er leyfilegt að fjölga í fimm börn. Nú er staðan sú hér á Akureyri að eftirspurn eftir daggæslu er mun meiri en framboð hæfra dagforeldra. Því var gripið til þess ráðs að fjölga börnum í fimm hjá þeim dagforeldrum sem fengu leyfi í janúar sl. Þeir hafa því fengið inn fimmta barnið fjórum mánuðum fyrr en gert var ráð fyrir eða sex börn í heildina.
Öll pláss í daggæslu eru nú setin og á biðlista á skóladeild eru sjö foreldrar sem óska eftir daggæslu sem fyrst og einnig eru á lista tíu foreldrar sem óska eftir daggæslu um áramót eða síðar.
Skólanefnd samþykkti að fresta 5. lið til næsta fundar vegna veikinda leikskólafulltrúa.