Skólanefnd

10. fundur 04. apríl 2011 kl. 14:00 - 17:00 Fundarsalur á 2. hæð í Glerárgötu 26
Nefndarmenn
  • Sigurveig S. Bergsteinsdóttir formaður
  • Preben Jón Pétursson
  • Sigrún Björk Sigurðardóttir
  • Helgi Vilberg Hermannsson
  • Logi Már Einarsson
Starfsmenn
  • Hrafnhildur G Sigurðardóttir leikskólafulltrúi
  • Gunnar Gíslason fræðslustjóri ritaði fundargerð
Dagskrá

1.Málefni dagforeldra

Málsnúmer 2011030139Vakta málsnúmer

Erindi frá stjórn Dagvistunar sem lagt var fram á fundi 16. mars 2011. Þar eru gerðar nokkrar athugasemdir við fyrirkomulag og reglur á greiðslum til dagforeldra vegna niðurgreiðslu Akureyrarbæjar á vistun barna hjá dagforeldrum. M.a. er farið fram á að niðurgreiðslur renni beint til foreldra en ekki dagforeldra eins og nú er. Þá er einnig farið fram á að Akureyrarbær semji við dagforeldra um veikindadaga, þannig að þegar dagforeldri er veikt og getur ekki sinnt starfi sínu fái það niðurgreiðsluna frá bænum.
Sesselja Sigurðardóttir leikskólaráðgjafi á skóladeild sat fundinn undir þessum lið og gerði grein fyrir svörum við athugasemdum sem fram komu í erindinu.
Einnig voru lögð fyrir skólanefnd drög að vinnureglum vegna niðurgreiðslu á daggæslugjöldum.

Skólanefnd samþykkir fyrir sitt leyti þau svör sem lögð voru fram af skóladeild við athugasemdum við fyrirkomulag og reglur á niðurgreiðslum vegna daggæslugjalda. Skólanefnd getur ekki orðið við erindinu um veikindadaga dagforeldra að svo stöddu en samþykkir að taka þjónustusamninga við dagforeldra til endurskoðunar, við gerð fjárhagsáætlunar 2012. Skólanefnd hafnar því að niðurgreiðslur fari til foreldra í stað dagforeldra. Skólanefnd samþykkir fyrirliggjandi drög að vinnureglum vegna niðurgreiðslu á daggæslugjöldum.

2.Dagforeldrar 2011 - staða mála

Málsnúmer 2011010118Vakta málsnúmer

Sesselja Sigurðardóttir leikskólaráðgjafi sat fundinn undir þessum lið og gerði grein fyrir stöðu mála hjá dagforeldrum og hugsanlegri þróun á þessu ári. Fram kom að yfir 300 börn eru fædd á árinu 2010 og því þurfa að vera um 40 starfandi dagforeldrar til að sinna þeim fjölda barna sem líklegt er að óski eftir vistun. Því þarf að reikna með fjölgun dagforeldra í haust með tilheyrandi kostnaðarauka. Þar sem óvissuþættir eru enn nokkrir verður málið tekið upp aftur þegar línur skýrast.

3.Innritun í leikskóla 2011

Málsnúmer 2011010119Vakta málsnúmer

Sesselja Sigurðardóttir leikskólaráðgjafi sat fundinn undir þessum lið og gerði grein fyrir áætlaðri stöðu mála í innritun barna í leikskólana á þessu ári.
Fram kom að nú í fyrstu umferð hafa verið send út 243 bréf til foreldra þar sem þeim er boðið leikskólapláss fyrir börn sín. Reiknað er með að öll börn sem fædd eru 2009 fái vist í leikskóla, en óljóst er með fjölda 18 mánaða barna sem komast inn þ.e. börn fædd fyrri hluta árs 2010.
Sesselja Sigurðardóttir yfirgaf fundinn kl. 15:45.

4.Innheimtumál - skóladeild

Málsnúmer 2011030125Vakta málsnúmer

Á fundinum var haldið áfram að skoða skuldastöðu foreldra vegna leikskólagjalda, fæðisgjalda og frístundagjalda. Fyrir fundinn voru lagðar upplýsingar um fjölda foreldra sem eru í mestum vanda og hvernig sá vandi er samsettur.
Fram kom að 63 foreldrar sem enn kaupa þjónustu í leik- og grunnskóla skulda samtals kr. 11.551.312 og 78 foreldrar sem eru brottfluttir eða hættir að nýta þessa þjónustu skulda kr. 4.422.751. Þessar upphæðir eru höfuðstóll skulda án kostnaðar.

Skólanefnd samþykkir að leggja til við bæjarráð að leiða verði leitað til að gera þeim foreldrum sem skulda leik- og/eða grunnskólagjöld kleift að semja um uppgjör skulda sinna á þann hátt að það sé þeim viðráðanlegt.

5.Mötuneyti leikskóla

Málsnúmer 2011040002Vakta málsnúmer

Á fundinum var farið yfir stöðuna í vinnu við hagræðingu í mötuneytum leikskólanna, sem ákveðin var við samþykkt fjárhagsáætlunar 2011.

Skólanefnd felur leikskólafulltrúa að vinna áfram að verkefninu í samræmi við umræður á fundinum.

6.Stjórnkerfi skóla Akureyrarbæjar - endurskoðun

Málsnúmer 2010040041Vakta málsnúmer

Skólanefnd var gerð grein fyrir stöðu málsins. Einnig fylgdi með til fróðleiks og upplýsingar, skýrsla sem unnin var af Menntavísindasviði Háskóla Íslands um tillögur til sameiningar skóla í Reykjavík.

7.Brekkuskóli - umsókn um styrk vegna þátttöku í Skólahreysti 2011

Málsnúmer 2011030185Vakta málsnúmer

Erindi dags. 30. mars 2011 frá Jóhönnu Maríu Agnarsdóttur skólastjóra Brekkuskóla þar sem sótt er um styrk til þátttöku í úrslitakeppni í Skólahreysti 2011.

Skólanefnd samþykkir að veita styrk að uppæð kr. 250.000 í ferðakostnað vegna keppninnar.

8.Námskeið fyrir skólanefndir vorið 2011

Málsnúmer 2011020102Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar tölvupóstur dags. 7. febrúar 2011 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem auglýst eru námskeið fyrir alla fulltrúa í skólanefndum sveitarfélaga. Námskeiðið á Norðurlandi verður haldið á Akureyri 15. apríl nk. í Háskólanum á Akureyri og stendur frá kl. 13:00 - 17:00.

Fundi slitið - kl. 17:00.