Málsnúmer 2023110413Vakta málsnúmer
Auglýsing á tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Hafnarstræti 80-82 lauk 1. mars sl.
Á auglýsingartímanum bárust umsagnir frá Norðurorku og Minjastofnun Íslands auk þess að 2 athugasemdir bárust frá öðrum rekstraraðilum í syðsta hluta Hafnarstrætis. Er tillagan nú lögð fram með ósk um að gerð verði sú breyting frá auglýstri tillögu að heimilt verði að gera ráð fyrir allt að 518 fm kjallara undir Hafnarstræti 80 og 20 fm fyrir flóttastiga úr kjallara. Felur það í sér að nýtingarhlutfall hækkar úr 2,78 í 2,99. Jafnframt verða minniháttar breytingar á lóðamörkum sem felast í að lóð Hafnarstrætis 80-82 stækkar á kostnað Austurbrúar 10-18.
Skipulagsráð leggur því til við bæjarstjórn að lóðinni Lundargötu 4 verði úthlutað til umsækjanda án auglýsingar þar sem greiðsla gatnagerðargjalds miðast við heimilað byggingarmagn auk þess sem lagt verður á byggingarréttargjald til samræmis við nýlegar samþykkir þar um, t.d. Gránufélagsgötu 22.
Skipulagsráð frestar ákvörðun varðandi breytingu á deiliskipulagi svæðisins þar til ákvörðun bæjarstjórnar liggur fyrir.