Lagt fram erindi Péturs Ólafssonar dagsett 9. janúar 2024, f.h. Hafnasamlags Norðurlands bs., um tímabundið bann við lagningu bíla á ákveðnum svæðum við Oddeyrarbryggju og Tangabryggju og umferðarstýringu á Strandgötu austan Hjalteyrargötu. Þá er lagt til að bæjaryfirvöld fylgist vel með umferð og lagningu ökutækja á svæðinu í tengslum við komu skipa þar sem töluvert er um að ökutækjum sé lagt á gangstéttum á svæðinu. Þá er að lokum óskað eftir að Hafnasamlagið fái umboð til að stjórna og stýra hvernig þjónustu við ferðaþega verði háttað við afmarkað svæði sem liggur upp að hafnarsvæðinu.