Skipulagsráð

383. fundur 15. júní 2022 kl. 08:15 - 10:12 Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Halla Björk Reynisdóttir formaður
  • Þórhallur Jónsson
  • Helgi Sveinbjörn Jóhannsson
  • Jón Hjaltason
  • Sunna Hlín Jóhannesdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sif Jóhannesar Ástudóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Pétur Ingi Haraldsson forstöðumaður skipulagsmála
  • Steinmar Heiðar Rögnvaldsson byggingarfulltrúi
  • María Markúsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Pétur Ingi Haraldsson forstöðumaður skipulagsmála
Dagskrá
Skipulagsráð sem kjörið var á fundi bæjarstjórnar 7. júní sl. er skipað eftirtöldum:
Aðalmenn:
Halla Björk Reynisdóttir formaður
Þórhallur Jónsson varaformaður
Helgi Sveinbjörn Jóhannsson
Hilda Jana Gísladóttir
Jón Hjaltason
Sunna Hlín Jóhannesdóttir, áheyrnarfulltrúi
Sif Jóhannesar Ástudóttir, áheyrnarfulltrúi

Varamenn:
Jón Þorvaldur Heiðarsson
Heimir Örn Árnason
Þorvaldur Helgi Sigurpálsson
Sindri Kristjánsson
Skarphéðinn Birgisson
Grétar Ásgeirsson, áheyrnarfulltrúi
Inga Elísabet Vésteinsdóttir, áheyrnarfulltrúi

Formaður bauð nýtt skipulagsráð velkomið til starfa.

Hilda Jana Gísladóttir S-lista og varamaður hennar boðuðu forföll.

1.Norðurtangi - athafnasvæði Slippsins

Málsnúmer 2021061320Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Slippsins á Akureyri dagsett 24. maí 2022 þar sem ítrekuð er beiðni um að lóðir nr. 7 og 9 við Norðurtanga verði sameinaðar athafnasvæði Slippsins ásamt hafnarsvæði þar norðan og austan við. Málið var áður á dagskrá skipulagsráðs 23. júní og 25. ágúst 2021.
Skipulagsráð tekur jákvætt í erindið og felur skipulagsfulltrúa og varaformanni skipulagsráðs að ræða við hagsmunaaðila á svæðinu.

2.Austurbrú 10-18 og Hafnarstræti 80 - breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 2022060553Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi THG arkitekta dagsett 9. júní 2022 f.h. lóðarhafa Austurbrúar 10-18 og Hafnarstrætis 80 þar sem óskað er eftir að gerðar verði eftirfarandi breytingar á deiliskipulagi svæðisins:

1. Afmarkaðar eru tvær lóðir fyrir djúpgáma austan við Austurbrú 10-18 sem felur í sér fækkun um 5 bílastæði.

2. Bílastæði norðan við Austurbrú 10-14 verða skásett og er fækkað um 5, úr 13 stæðum í 8 stæði.

3. Nyrsti hluti Hafnarstrætis 80 verður á fjórum hæðum þar sem tvær íbúðir verða á tveimur hæðum. Nýtingarhlutfall hækkar úr 2,06 í 2,24. Engin breyting verður á hámarkshæð hússins þrátt fyrir fjölgun hæða í hluta hússins.

4. Lóð Hafnarstrætis 80 stækkar til suðurs um 49 m².
Skipulagsráð samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi til samræmis við erindið. Er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og ekki er talin þörf á grenndarkynningu sbr. 44. gr. laganna þar sem breytingin hefur ekki áhrif á aðra en lóðarhafa og Akureyrarbæ. Er skipulagsfulltrúa falið að sjá um gildistöku breytingarinnar þegar fullnægjandi skipulagsgögn liggja fyrir.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

3.Oddagata 11 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi vegna bílgeymslu

Málsnúmer 2022050700Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 13. maí 2022 þar sem Ragnar Freyr Guðmundsson f.h. Ágústs Leifssonar sækir um breytingu á deiliskipulagi fyrir hús nr. 11 við Oddagötu. Fyrirhugað er að byggja bílgeymslu.

Meðfylgjandi er skipulagsuppdráttur.
Skipulagsráð samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi miðbæjar Akureyrar til samræmis við erindið. Er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skal hún grenndarkynnt skv. 44. gr. laganna. Grenndarkynnt skal fyrir lóðarhöfum Oddagötu 13 og Gilsbakkavegar 9, 11 og 13.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

4.Gleráreyrar 1 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi vegna stækkunar byggingarreits

Málsnúmer 2022051248Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 20. maí 2022 þar sem Björn Guðbrandsson f.h. Eikar fasteignafélags hf. sækir um breytingu á deiliskipulagi á lóð Gleráreyra 1. Fyrirhugað er að stækka byggingarreit til suðausturs um 10,5 - 85 m fyrir viðbyggingu á 1 - 2 hæðum fyrir verslun og þjónustu. Jafnframt lækkar bílastæðakrafa úr einu bílastæði per m² í eitt stæði per 40 m² þannig að bílastæðum fækkar úr 632 stæðum í 545 stæði. Nýtingarhlutfall eykst ekki. Meðfylgjandi er tillaga að deiliskipulagsbreytingu.
Skipulagsráð samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi til samræmis við erindið. Er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og ekki er talin þörf á grenndarkynningu sbr. 44. gr. laganna þar sem breytingin varðar ekki aðra en lóðarhafa og Akureyrarbæ. Er afgreiðslan með fyrirvara um minniháttar lagfæringar á gögnum í samráði við skipulagsfulltrúa.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

5.Nonnahagi 5 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2021080863Vakta málsnúmer

Áform lóðarhafa Nonnahaga 5 um stækkun byggingarreits voru grenndarkynnt þann 1. júní sl. Ein athugasemd barst og er hún lögð fram nú ásamt viðbrögðum umsækjanda við efni athugasemdar.
Í ljósi þeirrar athugasemdar sem borist hefur hafnar skipulagsráð umbeðinni breytingu á deiliskipulagi hvað varðar stækkun byggingarreits fyrir bílskýli.

Skipulagsráð samþykkir umbeðna breytingu á deiliskipulagi varðandi stækkun byggingarreits um 0,25 m til suðurs.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

6.Norðurgata 3-7 - hugmyndir að uppbyggingu

Málsnúmer 2020110104Vakta málsnúmer

Allt frá árinu 2019 hefur verið unnið að því skoða hvernig standa megi að uppbyggingu á lóðunum Norðurgötu 5-7 og enduruppbyggingu lóðarinnar Norðurgötu 3. Að mati skipulagsráðs hefur ein meginforsenda málsins verið að spennistöð á svæðinu verði fjarlægð og ný stöð byggð í stað hennar á öðrum stað. Nú hefur tekið gildi deiliskipulagsbreyting fyrir nýja spennistöðvarlóð við Strandgötu og er því hægt að hefja undirbúning að niðurrifi núverandi spennistöðvar í samráði við Norðurorku og jafnframt hefja undirbúning að byggingu nýrrar stöðvar.
Skipulagsráð leggur til við bæjarráð að það samþykki að hafinn verði undirbúningur að niðurrifi spennistöðvar í Norðurgötu í samvinnu við Norðurorku, byggt á meðfylgjandi tillögu að kostnaðarskiptingu. Í henni felst einnig að Norðurorka afhendi Akureyrarbæ núverandi spennistöðvarlóð við Norðurgötu og fái í staðinn lóð við Strandgötu til uppbyggingar á nýrri spennistöð.

Er skipulagsfulltrúa falið að vinna áfram að málinu í samráði við bæjarlögmann og Norðurorku.

7.Lækjargata 6 - umsókn um stækkun lóðar

Málsnúmer 2022060288Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 6. júní 2022 þar sem Grétar Jónsson og Katarina Raker leggja inn fyrirspurn varðandi stækkun lóðar nr. 6 við Lækjargötu samkvæmt meðfylgjandi skýringarmynd.
Skipulagsráð hafnar umsókn um stækkun lóðar og felur skipulagsfulltrúa að ræða við lóðarhafa.

8.Aðalstræti 13 - fyrirspurn varðandi byggingu bílgeymslu og stækkun lóðar

Málsnúmer 2022060306Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 3. júní 2022 þar sem Stefán Þór Jósefsson leggur inn fyrirspurn varðandi byggingu bílgeymslu og stækkun lóðar nr. 13 við Aðalstræti. Bílgeymsla er fyrirhuguð 36 m², 6 m á breidd, 7 m á lengd, byggð úr timbri á steyptum grunni með tvíhalla þaki. Bílgeymslan yrði staðsett á lóðarmörkum. Óskað er eftir lóðarstækkun að botnlanga.
Skipulagsráð frestar afgreiðslu og felur skipulagsfulltrúa að afla frekari gagna.

9.Klettagerði 5 - umsókn um breytingu á lóðarmörkum

Málsnúmer 2022042248Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Gígju Rutar Ívarsdóttur dagsett 11. apríl 2022 þar sem óskað er eftir stækkun lóðarinnar Klettagerðis 5 til norðurs til að hægt verði að byggja 15 m² skúr norðan við núverandi bílskúr.
Skipulagsráð hafnar erindinu.

10.Hafnarstræti við Skátagil - afnot af tveimur bílastæðum

Málsnúmer 2022060548Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Hildigunnar Rutar Jónsdóttur dagsett 10. júní 2022 f.h. umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar um heimild til að nýta tvö bílastæði í Hafnarstræti til annarra nota en sem bílastæði frá miðjum júní til loka september 2022. Um er að ræða bílastæði neðan við leiksvæði í Skátagili. Markmiðið er að skapa betri tengsl við leiksvæðið og auka öryggi gangandi vegfarenda á meðan gatan er lokuð fyrir bílaumferð.
Skipulagsráð samþykkir að tvö stæði í Hafnarstræti neðan við Skátagil verði tekin úr notkun sem bílastæði út septembermánuð 2022.

11.Bjarmastígur 10 og Hafnarstræti 107B - umsókn um breytingu á lóðamörkum

Málsnúmer 2022051658Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 30. maí 2022 þar sem eigendur Bjarmastígs 10 og Hafnarstrætis 107B sækja um að fá að breyta lóðamörkum. Samkomulag hefur náðst um stækkun lóðarinnar Hafnarstrætis 107B og minnkun lóðarinnar Bjarmastígs 10. Meðfylgjandi er skýringarmynd.


Halla Björk Reynisdóttir L-lista bar upp vanhæfi við afgreiðslu málsins og var það samþykkt. Vék hún af fundi undir umræðum og við afgreiðslu máls.
Skipulagsráð samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi miðbæjar Akureyrar til samræmis við erindið. Er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og ekki er talin þörf á grenndarkynningu sbr. 44. gr. laganna þar sem breytingin hefur ekki áhrif á aðra en lóðarhafa og Akureyrarbæ. Er skipulagsfulltrúa falið að sjá um gildistöku breytingarinnar þegar fullnægjandi skipulagsgögn liggja fyrir.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

12.Brekkan, Eyrin, Frostagata, Hafnarstræti, Hamragerði, Lyngholt, Langamýri, Miðhúsabraut - umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu ljósleiðara

Málsnúmer 2022060271Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 3. júní 2022 þar sem Tengir hf. sækir um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu ljósleiðara á Oddeyri, Brekkunni, í Frostagötu, Hamragerði, Hafnarstræti, Lyngholti, Löngumýri og Miðhúsabraut. Meðfylgjandi eru skýringarmyndir.

Skipulagsráð samþykkir erindið og felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi þegar fullnægjandi gögn hafa borist.

Er samþykkið með fyrirvara um jákvæða umsögn umhverfis- og mannvirkjasviðs og Minjastofnunar Íslands.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

13.Skarðshlíð 40 - hávaðamengun frá Hörgárbraut

Málsnúmer 2022060458Vakta málsnúmer

Erindi húsfélags Skarðshlíðar 40 dagsett 6. júní 2022 þar sem lagður er fram undirskriftalisti íbúa vegna hávaðamengunar frá þungaflutningum um Hörgárbraut.
Mælingar á umferð sem gerð var á þessu svæði í febrúar 2021 sýna að umferðarhraði er töluvert hærri en hámarkshraði sem hefur neikvæð áhrif á hljóðvist í næsta nágrenni. Er skipulagsfulltrúa falið að leita eftir samráði við Vegagerðina sem veghaldara Hörgárbrautar um mögulegar mótvægisaðgerðir á þessu svæði.

14.Búðartangi 6 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2022050830Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 16. maí 2022 þar sem Sigurbjörg Jóna Ludvigsdóttir sækir um lóð nr. 6 við Búðartanga í Hrísey. Meðfylgjandi er yfirlýsing viðskiptabanka og greinargerð um byggingaráform.
Skipulagsráð samþykkir erindið. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.

15.Svæðisskipulagsnefnd Eyjafjarðar - fundir 2022

Málsnúmer 2022030973Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð Svæðisskipulagsnefndar Eyjafjarðar 2018-2022 frá 3. maí 2022 ásamt uppfærðum starfsreglum sem samþykktar voru á umræddum fundi. Er lagt til að aðildarsveitarfélög samþykki nýjar starfsreglur við fyrsta tækifæri. Er um að ræða minniháttar breytingar frá reglum sem samþykktar voru í skipulagsráði 4. maí og bæjarstjórn 10. maí sl.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemd við uppfærðar starfsreglur og leggur til við bæjarstjórn að þær verði samþykktar.

16.Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2022

Málsnúmer 2022010178Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 864. fundar, dagsett 19. maí 2022, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 7 liðum og er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar.

17.Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2022

Málsnúmer 2022010178Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 865. fundar, dagsett 27. maí 2022, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 8 liðum og er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar.

18.Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2022

Málsnúmer 2022010178Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 866. fundar, dagsett 2. júní 2022, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 4 liðum og er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar.

19.Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2022

Málsnúmer 2022010178Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 867. fundar, dagsett 9. júní 2022, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 5 liðum og er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar.

Fundi slitið - kl. 10:12.