Bjarmastígur 10 og Hafnarstræti 107B - umsókn um breytingu á lóðamörkum

Málsnúmer 2022051658

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 383. fundur - 15.06.2022

Erindi dagsett 30. maí 2022 þar sem eigendur Bjarmastígs 10 og Hafnarstrætis 107B sækja um að fá að breyta lóðamörkum. Samkomulag hefur náðst um stækkun lóðarinnar Hafnarstrætis 107B og minnkun lóðarinnar Bjarmastígs 10. Meðfylgjandi er skýringarmynd.


Halla Björk Reynisdóttir L-lista bar upp vanhæfi við afgreiðslu málsins og var það samþykkt. Vék hún af fundi undir umræðum og við afgreiðslu máls.
Skipulagsráð samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi miðbæjar Akureyrar til samræmis við erindið. Er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og ekki er talin þörf á grenndarkynningu sbr. 44. gr. laganna þar sem breytingin hefur ekki áhrif á aðra en lóðarhafa og Akureyrarbæ. Er skipulagsfulltrúa falið að sjá um gildistöku breytingarinnar þegar fullnægjandi skipulagsgögn liggja fyrir.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.