Lagt fram erindi THG arkitekta dagsett 9. júní 2022 f.h. lóðarhafa Austurbrúar 10-18 og Hafnarstrætis 80 þar sem óskað er eftir að gerðar verði eftirfarandi breytingar á deiliskipulagi svæðisins:
1. Afmarkaðar eru tvær lóðir fyrir djúpgáma austan við Austurbrú 10-18 sem felur í sér fækkun um 5 bílastæði.
2. Bílastæði norðan við Austurbrú 10-14 verða skásett og er fækkað um 5, úr 13 stæðum í 8 stæði.
3. Nyrsti hluti Hafnarstrætis 80 verður á fjórum hæðum þar sem tvær íbúðir verða á tveimur hæðum. Nýtingarhlutfall hækkar úr 2,06 í 2,24. Engin breyting verður á hámarkshæð hússins þrátt fyrir fjölgun hæða í hluta hússins.
4. Lóð Hafnarstrætis 80 stækkar til suðurs um 49 m².
Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.