Norðurtangi - athafnasvæði Slippsins

Málsnúmer 2021061320

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 361. fundur - 23.06.2021

Eiríkur S. Jóhannsson framkvæmdastjóri Slippsins kynnti hugmyndir að uppbyggingu á athafnasvæði við Norðurtanga.
Skipulagsráð þakkar Eiríki fyrir kynninguna.
Fylgiskjöl:

Skipulagsráð - 364. fundur - 25.08.2021

Erindi Eiríks S. Jóhannssonar dagsett 20. ágúst 2021, f.h. Slippsins á Akureyri, þar sem óskað er eftir breytingu á deiliskipulagi við Norðurtanga sem felst í að lóðir 7 og 9 ásamt athafnasvæði í umsjón hafnarstjórnar verði sameinaðar athafnasvæði Slippsins.
Skipulagsráð tekur jákvætt í erindið en frestar afgreiðslu. Er sviðsstjóra skipulagssviðs og formanni skipulagsráðs falið að ræða við hafnarstjóra og aðra hagsmunaaðila á svæðinu.

Skipulagsráð - 383. fundur - 15.06.2022

Lagt fram erindi Slippsins á Akureyri dagsett 24. maí 2022 þar sem ítrekuð er beiðni um að lóðir nr. 7 og 9 við Norðurtanga verði sameinaðar athafnasvæði Slippsins ásamt hafnarsvæði þar norðan og austan við. Málið var áður á dagskrá skipulagsráðs 23. júní og 25. ágúst 2021.
Skipulagsráð tekur jákvætt í erindið og felur skipulagsfulltrúa og varaformanni skipulagsráðs að ræða við hagsmunaaðila á svæðinu.

Skipulagsráð - 411. fundur - 25.10.2023

Lagt fram erindi Slippsins Akureyri ehf. dagsett 3. október 2023 þar sem ítrekuð er beiðni um að lóðir nr. 7 og 9 við Norðurtanga verði sameinaðar athafnasvæði Slippsins ehf. ásamt hafnarsvæði þar norðan og austan við.

Málið var áður á dagskrá skipulagsráðs 15. júní 2022.
Meirihluti skipulagsráðs samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að hefja vinnu við breytingu á deiliskipulagi hafnarsvæðis sunnan Glerár í samráði við umsækjanda og Hafnasamlag Norðurlands.


Helgi Sveinbjörn Jóhannsson M-lista situr hjá við afgreiðslu málsins.