Langtímaleyfi söluvagna 2022

Málsnúmer 2022011098

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 374. fundur - 26.01.2022

Umsóknarfrestur um langtímaleyfi söluvagna fyrir árið 2022 rann út þann 20. janúar sl. Fjórar umsóknir bárust um þau þrjú langtímaleigustæði sem auglýst voru laus til úthlutunar.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar skipulagsráðs.
Ólöf Andrésdóttir L-lista vék af fundi eftir afgreiðslu 17. fundarliðar.

Skipulagsráð - 376. fundur - 23.02.2022

Umsóknarfrestur um langtímaleyfi söluvagna fyrir árið 2022 rann út þann 20. janúar sl. Fjórar umsóknir bárust um þau þrjú langtímaleigustæði sem auglýst voru laus til úthlutunar.

Málið var áður á dagskrá skipulagsráðs þann 26. janúar sl. en afgreiðslu þess var frestað.
Skipulagsráð samþykkir eftirfarandi úthlutun langtímaleyfa:


- Tomasz Motyl, langtímaleyfi til 12 mánaða fyrir matarvagn Moe´s við Ráðhústorg.

- Thomas Piotr ehf., langtímaleyfi til 12 mánaða fyrir pylsuvagn í Hafnarstræti.


Er afgreiðslu stöðuleyfa vísað til byggingarfulltrúa.

í ljósi þess að opnunartími Lasagna and more hefur ekki verið samkvæmt skilmálum sem settir eru fram í gr. 6.c í Samþykkt Akureyrarbæjar um götu- og torgsölu er skipulagsfulltrúa falið að tilkynna rekstraraðila um fyrirhugaða afturköllun forgangs við veitingu langtímastöðuleyfis.

Afgreiðslu annarra umsókna um langtímaleyfi í miðbæ Akureyrar er frestað.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.