Tengir - framkvæmdaleyfi fyrir ljósleiðara 2020

Málsnúmer 2020050427

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 337. fundur - 27.05.2020

Lagt fram erindi Tengis hf., kt. 660702-2880, dagsett 19. maí 2019 þar sem óskað er eftir framkvæmdaleyfi fyrir lagningu ljósleiðara um Akureyri sumarið 2020 samkvæmt meðfylgjandi yfirlitsmynd.
Skipulagsráð hefur yfirfarið meðfylgjandi framkvæmdaáætlun og telur hana uppfylla ákvæði reglugerðar nr. 772/2012 um framkvæmdaleyfi. Um er að ræða heildarleyfi fyrir lagningu ljósleiðara á árinu 2020 sbr. meðfylgjandi yfirlitsuppdrátt. Eftirfarandi skilyrði setur skipulagsráð fyrir veitingu framkvæmdaleyfisins:

- Útgáfa framkvæmdaleyfis er háð yfirferð á frágangi fyrri framkvæmda.

- Skrifleg framkvæmdaleyfi fyrir nánar skilgreinda verkþætti verða ekki gefin út fyrr en öll fylgigögn og sérteikningar hafa borist og þær yfirfarnar.

- Framkvæmdir skulu gerðar í samræmi við verklagsreglur Akureyrarbæjar um yfirborðsfrágang í bæjarlandinu.

- Nákvæm lega lagna í bæjarlandinu skal ákveðin í samráði við umhverfis- og mannvirkjasvið og veitustofnanir bæjarins.

- Settur er fyrirvari um legu ljósleiðara frá Óseyri í átt að Krossnesbraut vegna vinnu við gerð deiliskipulags á svæðinu.

- Framkvæmdaleyfið gildir í eitt ár frá útgáfu leyfis og gildir einungis fyrir svæði utan íbúðarhúsalóða og annarra úthlutaðra lóða. Leyfishafi skal afla samþykkis lóðarhafa þar sem farið er með lögn um úthlutaðar lóðir.

- Framkvæmdir skulu vera í samræmi við 24. gr. Lögreglusamþykktar fyrir Akureyrarbæ en þar eru ákvæði um farmflutninga og hreinsun ökutækja áður en farið er inn á malbikaðar götur.

Skipulagsráð samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfis.
Fylgiskjöl: