Skipulagsnefnd

196. fundur 11. febrúar 2015 kl. 08:00 - 09:35 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Tryggvi Már Ingvarsson formaður
  • Eva Reykjalín Elvarsdóttir
  • Ólína Freysteinsdóttir
  • Edward Hákon Huijbens
  • Stefán Friðrik Stefánsson
  • Jón Þorvaldur Heiðarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Pétur Bolli Jóhannesson skipulagsstjóri
  • Leifur Þorsteinsson fundarritari
Fundargerð ritaði: Pétur Bolli Jóhannesson skipulagsstjóri
Dagskrá
Stefán Friðrik Stefánsson D-lista mætti í forföllum Sigurjóns Jóhannessonar.

Formaður bar upp ósk um að fá að taka fyrir lið nr. 7, samþykktir fastanefnda endurskoðun, lið nr. 8, Glerárdalur - fólkvangur og lið nr. 9, afgreiðslur skipulagsstjóra 2015, sem ekki voru í útsendri dagskrá og var það samþykkt.

1.Landsskipulagsstefna 2015-2026 - tillaga til kynningar

Málsnúmer 2015010002Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 19. desember 2014 þar sem Einar Jónsson f.h. Skipulagsstofnunar óskar eftir umsögn um tillögu að Landsskipulagsstefnu 2015-2026.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við tillögu að Landsskipulagsstefnu 2015-2026 að öðru leyti en því að tekið er undir athugasemdir Sambands íslenskra sveitarfélaga.

2.Tjaldsvæðisreitur við Þórunnarstræti - tillaga að breytingu á deiliskipulagi Þingvallastrætis 23

Málsnúmer 2015010118Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd heimilaði þann 14. janúar 2015 umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi svæðisins.

Tillagan er dagsett 5. febrúar 2015 og unnin af Önnu Margréti Hauksdóttur hjá AVH.
Þar sem um óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi er að ræða leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að tillagan verði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

3.Borgargil 1 - deiliskipulagsbreyting

Málsnúmer 2015010257Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 29. janúar 2015 þar sem Magnús Garðarsson f.h. Fasteigna Akureyrarbæjar, kt. 710501-2380, sækir um breytingu á skipulagi á lóð nr. 1 við Borgargil. Meðfylgjandi er uppdráttur eftir Ágúst Hafsteinsson.

Um er að ræða lítilsháttar stækkun á lóð við Borgargil 1. Meðfylgjandi er tillaga að deiliskipulagsbreytingu dagsett 11. febrúar 2015, sem er í samræmi við ofangreint og unnin af Árna Ólafssyni hjá Teiknistofu arkitekta, Gylfa Guðjónssyni og félögum ehf.
Einungis er um að ræða lítilsháttar stækkun á byggingarreit innan lóðar og er breyting sem varðar Akureyrarkaupstað og lóðarhafa. Nýtingarhlutfall lóðarinnar breytist lítilsháttar.

Þess vegna leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt í samræmi við 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

4.Orlofsbyggð norðan Kjarnalundar - deiliskipulagsbreyting

Málsnúmer 2015010068Vakta málsnúmer

Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi 'Orlofsbyggðar norðan Kjarnalundar - Götu Norðurljósanna, Götu Mánans og Götu Sólarinnar'. Um er að ræða breytingu á aðkomu, breytingu á sorpgeymslu og lögnum og hliðrun á byggingarreitum við Götu Sólarinnar (lóð nr. 2).

Fyrir liggur samþykki beggja lóðahafa um ofangreindar breytingar.

Tillagan er unnin af Árna Ólafssyni arkitekt hjá Teiknistofu Arkitekta, Gylfa Guðjónssyni og félögum, dagsett 9. febrúar 2015.
Einungis er um að ræða lítilsháttar tilfærslu á byggingarreitum innan lóðar nr. 2 auk breytingar á aðkomu að lóð nr. 2 og eru breytingar sem varða Akureyrarkaupstað og lóðarhafa nr. 1 og 2. Nýtingarhlutfall lóðanna breytist ekki.

Þess vegna leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt í samræmi við 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

5.Glerárgata 36, Nesfrakt - beiðni um leyfi fyrir bráðabirgðaaðstöðu

Málsnúmer 2015010175Vakta málsnúmer

Erindi móttekið 15. janúar 2015 þar sem Haraldur Árnason f.h. Nesfraktar ehf., kt. 560403-2080, óskar eftir heimild skipulagsnefndar til að fá að nýta húsnæðið að Glerárgötu 36 undir starfsstöð sína á Akureyri næstu 6 mánuði.
Skipulagsnefnd bendir á að samkvæmt aðalskipulagi Akureyrar er ekki heimilt að starfrækja starfsemi eins og þessa á umræddu svæði og er því erindinu hafnað.

Fyrirtækinu er gefinn tveggja mánaða frestur til að koma sér upp framtíðaraðstöðu á nýjum stað sem er í samræmi við landnotkun aðalskipulags.

6.Réttarhvammur 4 - afturköllun úthlutunar lóðar

Málsnúmer 2014120090Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 16. desember 2014 þar sem Jón Birgir Gunnlaugsson f.h. framkvæmdadeildar Akureyrarbæjar, kt. 410169-6229, sækir um lóð nr. 4 við Réttarhvamm vegna stækkunar á gámasvæði. Meðfylgjandi er loftmynd sem sýnir skipulag áætlaðra framkvæmda.

Skipulagsnefnd samþykkti að veita umsækjanda lóðina til stækkunar og nýtingar með gámasvæðinu Réttarhvammi.
Skipulagsnefnd afgreiddi erindið 14. janúar 2015 en þar sem deiliskipulagsgerð hefur ekki farið fram á svæðinu er lóðarveitingin afturkölluð.

Hins vegar er framkvæmdadeild veitt til bráðabirgða 40m stækkun á lóðinni nr. 2 við Réttarhvamm til norðurs í samræmi við innsendan uppdrátt.

7.Samþykktir fastanefnda - endurskoðun

Málsnúmer 2013060144Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga frá skipulagsstjóra um endurskoðaða samþykkt um skipulagsnefnd unna í samráði við bæjarlögmann og formann skipulagsnefndar.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við tillöguna og leggur til við bæjarráð að hún verði samþykkt.

8.Glerárdalur - fólkvangur

Málsnúmer 2012080081Vakta málsnúmer

Á fundi bæjarstjórnar 16. desember 2014 var óskað eftir að nokkur atriði í skilmálatexta fólkvangsins yrðu skýrðir. Umhverfisnefnd hefur 10. febrúar 2015 yfirfarið umræddan texta og gert tillögur að breytingum sem skýra þau atriði nánar.

Í stað setningarinnar "Umferð hesta er heimiluð á stígum og stikuðum leiðum." komi

"Ferðir á hestum um fólkvanginn eru aðeins leyfðar á stikuðum leiðum sem eru sérstaklega merktar sem göngu- og reiðleiðir."

Í stað setningarinnar "Umferð loftfara sem valda hávaða og truflun (t.d. þyrluflug) í fólkvanginum fyrir gesti og dýralíf er óheimil nema um sé að ræða hefðbundið aðflug að og brottflug frá flugvelli. " komi

"Umferð loftfara sem truflað gæti gesti og dýralíf er óheimil án sérstaks leyfis (t.d. þyrluflug). Undanskilið er hefðbundið aðflug og brottflug til og frá flugvelli, ásamt leitar- og björgunarflugi."

Nefndin vísaði breytingartillögunni til afgreiðslu skipulagsnefndar.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við tillögu umhverfisnefndar á breytingum á skilmálatexta fólkvangsins.

Afgreiðslu breytingartillögunnar er vísað til bæjarstjórnar.

9.Afgreiðslur skipulagsstjóra 2015

Málsnúmer 2015010005Vakta málsnúmer

Fundargerð dagsett 29. janúar 2015. Lögð var fram fundargerð 526. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 5 liðum.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:35.