Málsnúmer 2015010068Vakta málsnúmer
Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi 'Orlofsbyggðar norðan Kjarnalundar - Götu Norðurljósanna, Götu Mánans og Götu Sólarinnar'. Um er að ræða breytingu á aðkomu, breytingu á sorpgeymslu og lögnum og hliðrun á byggingarreitum við Götu Sólarinnar (lóð nr. 2).
Fyrir liggur samþykki beggja lóðahafa um ofangreindar breytingar.
Tillagan er unnin af Árna Ólafssyni arkitekt hjá Teiknistofu Arkitekta, Gylfa Guðjónssyni og félögum, dagsett 9. febrúar 2015.
Formaður bar upp ósk um að fá að taka fyrir lið nr. 7, samþykktir fastanefnda endurskoðun, lið nr. 8, Glerárdalur - fólkvangur og lið nr. 9, afgreiðslur skipulagsstjóra 2015, sem ekki voru í útsendri dagskrá og var það samþykkt.