Skipulagsnefnd

177. fundur 16. apríl 2014 kl. 08:00 - 11:00 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Helgi Snæbjarnarson formaður
  • Árni Páll Jóhannsson
  • Eva Reykjalín Elvarsdóttir
  • Edward Hákon Huijbens
  • Sigurður Guðmundsson
  • Ragnar Sverrisson áheyrnarfulltrúi
  • Stefán Friðrik Stefánsson áheyrnarfulltrúi
  • Tryggvi Már Ingvarsson áheyrnarfulltrúi
  • Pétur Bolli Jóhannesson skipulagsstjóri
  • Leifur Þorsteinsson fundarritari
Fundargerð ritaði: Leifur Þorsteinsson verkefnisstjóri
Dagskrá

1.Aðalskipulagsbreyting - Miðbær Akureyrar

Málsnúmer 2014010277Vakta málsnúmer

Aðalskipulagsbreyting vegna Miðbæjar Akureyrar var auglýst frá 21. febrúar með athugasemdarfresti til 6. apríl 2014. Samhliða var auglýst deiliskipulag Miðbæjar Akureyrar, sjá málsnr. 2012110172. Auglýsingar birtust í Lögbirtingarblaði, Dagskránni og Fréttablaðinu. Skipulagsgögn voru aðgengileg í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar, á heimasíðu skipulagsdeildar og hjá Skipulagsstofnun.
Fjórar umsagnir bárust:
1) Umhverfisstofnun, dagsett 3. apríl 2014, sem gerir ekki athugasemd við tillöguna.
2) Hafnarsamlag Norðurlands dagsett 27. mars 2014, sem gerir ekki athugasemd við tillöguna.
3) Vegagerðin dagsett 2. apríl 2014, sem gerir ekki athugasemd við tillöguna. Sjá einnig málsnr. 2012110172.
4) Minjastofnun Íslands, dagsett 11. apríl 2014 sem ekki gerir athugasemd við tillöguna en bendir á hafa þarf í huga varðveislu Torfunefsbryggju vegna menningarsögulegs gildis.
Tvær athugasemdir bárust:
1) Jóhannes Árnason, dagsett 28. mars 2014.
Hann mótmælir því að hætt sé við síki í miðbænum og telur að heimild fyrir síki eigi að vera inni á skipulagi en einnig verði heimilt að gera það ekki.
2) Hjalti Jóhannesson, dagsett 4. apríl 2014.
Hann styður þrengingu Glerárgötunnar og telur nauðsynlegt að endanleg tillaga verði samþykkt eins og hún liggur fyrir núna.

Umsagnir gefa ekki tilefni til svars.
Svar við athugasemdum:
1) Samkvæmt stefnuskrá L-listans, stefnu fleiri framboða og í kjölfar fjölda athugasemda frá bæjarbúum var gert ráð fyrir að síki yrði fellt úr skipulagi og er því skipulagstillagan í samræmi við þá stefnu og athugasemdir.
2) Gefur ekki tilefni til svars.
Niðurstaða:
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.

Sigurður Guðmundsson A-lista mætti á fundinn kl. 08:13.

2.Miðbær Akureyrar - deiliskipulag

Málsnúmer 2012110172Vakta málsnúmer

Skipulagstillagan var auglýst frá 21. febrúar með athugasemdarfresti til 6. apríl 2014. Samhliða var auglýst aðalskipulagsbreyting vegna Miðbæjar Akureyrar, sjá málsnr. 2014010277. Auglýsingar birtust í Lögbirtingarblaði, Dagskránni og Fréttablaðinu. Skipulagsgögn voru aðgengileg í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar, á heimasíðu skipulagsdeildar og hjá Skipulagsstofnun. Tillögunni fylgir húsakönnun dagsett 11.4.2014.
22 athugasemdir bárust auk umsagna frá Norðurorku, Skipulagsstofnun, Hafnarsamlagi Norðurlands og Vegagerðinni. Umsögn barst of seint frá Minjastofnun Íslands dagsett 14.4.2014.
Útdráttur úr umsögnum og athugasemdum eru í fylgiskjali merktu "Miðbær deiliskipulag, athugasemdir og svör dags. 16.4.2014".
Drög að deiliskipulagstillögunni voru kynnt á opnum íbúafundi í Ráðhúsi Akureyrar 27. júní 2013. Deiliskipulagstillagan var svo kynnt enn frekar á opnum íbúafundi í Hofi 2. desember 2013.

Svör við umsögnum og athugasemdum eru í skjali merktu "Miðbær deiliskipulag, athugasemdir og svör dags. 16.4.2014".

Niðurstaða:
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan þannig breytt verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.

 

Stefán Friðrik Stefánsson áheyrnarfulltrúi D-lista óskar bókað:

Ég leggst eindregið gegn hugmyndum um þrengingu Glerárgötu og lýsi yfir áhyggjum af tilhögun bílastæðamála í tillögunni og tel mjög mikilvægt að huga að bílastæðahúsi í miðbænum. Einnig leggst ég gegn staðsetningu umferðarmiðstöðvar í tillögunni.

Sigurður Guðmundsson A-lista er samþykkur heildartillögunni en gerir athugasemdir við eftirfarandi atriði:

Bílastæðamál í miðbænum eru að mínu áliti óleyst. Lausnir á þeim eru sýndar með stæðum í jaðri miðbæjar og henta ekki miðbænum. Hentugast hefði verið að byggja bílastæðahús á einum byggingarreitnum við Skipagötu eða Hofsbót. Einnig er skipulag göngugötu ekki mér að skapi.

3.Aðalskipulagsbreyting - virkjun á Glerárdal

Málsnúmer 2013110020Vakta málsnúmer

Skipulagstillagan var auglýst frá 21. febrúar með athugasemdarfresti til 6. apríl 2014. Samhliða var auglýst deiliskipulag Glerárdals, sjá málsnr. 2014010132. Auglýsingar birtust í Lögbirtingarblaði, Dagskránni og Fréttablaðinu. Skipulagsgögn voru aðgengileg í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar, á heimasíðu skipulagsdeildar og hjá Skipulagsstofnun.
Ein umsögn barst frá Vegagerðinni dagsett 21. mars 2014 sem gerir ekki athugasemd við tillöguna.

Umsögnin gefur ekki tilefni til svars.
Niðurstaða:
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.

4.Glerárdalur, virkjun - deiliskipulag

Málsnúmer 2014010132Vakta málsnúmer

Skipulagstillagan var auglýst frá 21. febrúar með athugasemdarfresti til 6. apríl 2014. Samhliða var auglýst aðalskipulagsbreyting vegna virkjunar á Glerárdal, sjá málsnr. 2013110020. Auglýsingar birtust í Lögbirtingarblaði, Dagskránni og Fréttablaðinu. Skipulagsgögn voru aðgengileg í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar, á heimasíðu skipulagsdeildar og hjá Skipulagsstofnun.
Deiliskipulagstillagan var kynnt á opnum íbúafundi í Ráðhúsi 3. febrúar 2014.
Innkomnar þrjár umsagnir:
1) Skipulagsstofnun dagsett 7. mars 2014. Umsögn vegna umhverfisskýrslu.
a) Skipulagsstofnun bendir á að tilgreina þarf í umhverfisskýrslu hvort gert sé ráð fyrir vöktunaráætlun.
b) Sýna þarf á uppdrætti allt svæðið á náttúruminjaskrá þ.m.t. þann hluta sem er innan lóðar geymslusvæðis jarðefna.
2) Minjastofnun dagsett 20. mars 2014.
a) Bent er á að fornleifaskráning á svæðinu uppfyllir ekki skilyrði og þurfi því að skrá fornleifar á svæðinu á fullnægjandi hátt þar sem staðsetningu á minjum frá þessum árum getur skeikað um tugi metra og er því nauðsynlegt að mæla aftur upp minjar á svæðinu.
3) Vegagerðin, dagsett 21. mars 2014, sem gerir ekki athugasemd við tillöguna.

Svör við umsögnum:

1a) Ekki er talin þörf á vöktunaráætlun vegna mögulegra umhverfisáhrifa og er það tilgreint í umhverfisskýrslu.

1b) Tekið er tillit til athugasemdarinnar og viðeigandi lagfæringar gerðar á uppdrætti.

2) Samráð mun verða haft við Minjastofnun Íslands áður en framkvæmdir hefjast og svæðið skoðað með það í huga að forðast að skerða huganlegar fornleifar á svæðinu.

3) Gefur ekki tilefni til svars.

Niðurstaða:

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan þannig breytt verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.

 

Edward H. Huijbens V-lista óskar bókað:

Ég vil lýsa yfir stuðningi við uppbyggingu fyrirhugaðrar Glerárvirkjunar II til eflingar sjálfbærrar orkuvinnslu í þágu íbúa á Akureyri. Samtímis vil ég ítreka að ganga skuli sem lengst til að tryggja vernd umhverfis verðandi fólkvang bæjarbúa. Þannig geri ég kröfu um að farið verði í heildstætt umhverfismat vegna framkvæmdarinnar, sem er til þess fallið að skapa frekari sátt um framkvæmdina og mun kortleggja grunnstöðu vistkerfa til viðmiðunar vegna mats á mögulegum framtíðaráhrifum af virkjun og skapa þannig forsendur vöktunar. Að lokum er fullt tilefni til að ítreka mikilvægi þess að aldrei verði lokað alfarið fyrir rennsli Glerár, eins og dæmi eru um nú frá Djúpadal.

5.Siglingaklúbburinn Nökkvi Drottningarbraut - beiðni um framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 2013030364Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 9. apríl 2014 þar sem Rúnar Þór Björnsson f.h Nökkva, félags siglingamanna, kt. 450979-0319, sækir um framkvæmdaleyfi fyrir 2. hluta svæðis siglingaklúbbsins.
Meðfylgjandi er uppdráttur sem sýnir framkvæmdasvæðið.

Skipulagsnefnd hefur yfirfarið meðfylgjandi hönnunargögn vegna framkvæmda við 2. hluta svæðis siglingaklúbbsins, sem eru í samræmi við samþykkt aðal- og deiliskipulag, og samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfisins á grundvelli 4. gr.- g "Samþykktar um skipulagsnefnd".
Eftirfarandi skilyrði setur skipulagsnefnd fyrir veitingu framkvæmdaleyfisins:
Framkvæmdir skulu vera í samræmi við 24. gr. Lögreglusamþykktar fyrir Akureyrarbæ en þar eru ákvæði um farmflutninga og hreinsun ökutækja áður en farið er inn á malbikaðar götur.

6.Grundargata 4 - stækkun á lóð

Málsnúmer 2014040092Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 11. apríl 2014 þar sem Bjarkey Gunnlaugsdóttir sækir um stækkun samkvæmt gildandi deiliskipulagi á lóð nr. 4 við Grundargötu.

Skipulagsnefnd samþykkir erindið.

Lóðarskrárritara er falið að þinglýsa yfirlýsingu um breytta lóðarstærð skv. nýju lóðarblaði í samræmi við gildandi deiliskipulag.

7.Póstkassi fyrir íslenska jólasveininn - umsókn um staðsetningu

Málsnúmer 2013030035Vakta málsnúmer

Erindi í tölvupósi dagsett 9. apríl 2014 þar sem Guðmundur R. Lúðvíksson sækir um áframhaldandi leyfi til að hafa póstkassa íslensku jólasveinanna í göngugötunni á Akureyri.

Skipulagsnefnd telur frágangi og umsjón póstkassans ábótavant og hafnar því áframhaldandi leyfi til að hafa póstkassann í göngugötunni á Akureyri. Póstkassinn skal fjarlægður fyrir 1. maí n.k., að öðrum kosti verður hann fjarlægður á kostnað umsækjanda.

8.Kröflulína, Akureyri-Krafla - frá Kífsá að Bíldsársskarði

Málsnúmer 2014030271Vakta málsnúmer

Á fundi skipulagsnefndar þann 26.3 2014 var lagt til að stofnaður yrði starfshópur í samráði við Eyjafjarðarsveit um að leggja fram fullmótaða tillögu að flutningsleiðum raforku gegnum land bæjarins og áfram að Bíldsársskarði sem hægt væri að kostnaðargreina.
Umhverfisnefnd fer þess á leit við skipulagsnefnd að fulltrúi frá nefndinni verði einnig skipaður í starfshópinn. Umhverfisnefnd samþykkti á fundi sínum 15. apríl sl. að formaður umhverfisnefndar Hulda Stefánsdóttir, tæki sæti í starfshópnum.

Skipulagsnefnd samþykkir beiðni umhverfisnefndar um að formaður nefndarinnar Hulda Stefánsdóttir taki sæti í starfshópnum.

Fundi slitið - kl. 11:00.