Málsnúmer 2013040061Vakta málsnúmer
Tillagan var auglýst frá 21. ágúst til 2. október 2013.
Ein umsögn barst til viðbótar við áður innkomar umsagnir vegna skipulagslýsingar frá Umhverfisstofnun, dagsett 15. ágúst 2013:
Stofnunin telur mikilvægt að tekið sé tillit til þeirrar frístundastarfsemi sem fer fram á svæðinu með því að koma í veg fyrir hávaðamengun frá akstri og skotæfingum. Einnig er bent á mikilvægi þess að staðargróður sé notaður við uppgræðslu á svæðinu.
Beiðni um umsagnir á skipulagstillögu voru sendar til tíu umsagnaraðila:
Heilbrigðiseftirlits NE, umhverfisnefndar, íþróttaráðs, Hörgársveitar, Eyjafjarðarsveitar, Norðurorku, Vegagerðarinnar, Minjastofnunar, Umhverfisstofnunar og Skipulagsstofnunar.
Sex umsagnir bárust um skipulagstillöguna frá:
1) Norðurorku dagsett 3. september 2013.
Á skipulagssvæðinu er vatnstankur Norðurorku með tveimur lagnaleiðum. Lóð aksturssvæðisins er stækkuð og liggja því báðar lagnir innan þeirrar lóðar. Norðurorka bendir á að tryggja verður kvaðir vegna lagnanna svo hægt sé að þjónusta þær í framtíðinni.
2) Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra dagsett 3. september 2013 sem ekki gerir athugasemd við tillöguna en minnir á mikilvægi hljóðvarna og bendir á að uppsöfnun á blýi vegna skotsvæðis, kann að kalla á hreinsun yfirborðs.
3) Hörgársveit dagsett 22. ágúst 2013 og 20. september 2013.
Ekki er gerð athugasemd við tillöguna.
4) Vegagerðinni dagsett 4. september 2013.
Ekki er gerð athugasemd við tillöguna.
5) Íþróttaráði dagsett 6. september 2013.
Ekki er gerð athugasemd við tillöguna.
6) Umhverfisnefnd dagsett 10. september 2013.
Ekki er gerð athugasemd við tillöguna.