Skipulagsnefnd

144. fundur 27. september 2012 kl. 14:00 - 16:00 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Helgi Snæbjarnarson formaður
  • Árni Páll Jóhannsson
  • Eva Reykjalín Elvarsdóttir
  • Edward Hákon Huijbens
  • Pálmi Gunnarsson
  • Ragnar Sverrisson áheyrnarfulltrúi
  • Svava Þórhildur Hjaltalín áheyrnarfulltrúi
  • Tryggvi Már Ingvarsson áheyrnarfulltrúi
  • Pétur Bolli Jóhannesson skipulagsstjóri
  • Leifur Þorsteinsson fundarritari
Fundargerð ritaði: Leifur Þorsteinsson verkefnastjóri
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2013 og 3ja ára áætlun 2013-2015 - skipulagsdeild

Málsnúmer 2012080045Vakta málsnúmer

Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að fjárhagsáætlun skipulagsnefndar og skipulagsdeildar fyrir árið 2013.
Einnig var lögð fram þriggja ára áætlun fyrir árin 2014-2016.

Skipulagsnefnd samþykkir fjárhagsáætlunina fyrir sitt leyti og leggur til við bæjarstjórn að hún verði samþykkt. Skipulagsnefnd samþykkir einnig 3ja ára áætlun fyrir árin 2014-2016.

2.Borgarbraut - umsókn um lóð vestan Giljaskóla

Málsnúmer 2012070096Vakta málsnúmer

Tekið fyrir að nýju erindi dagsett 18. júlí 2012 þar sem Guðríður Friðriksdóttir f.h. Fasteigna Akureyrarbæjar, kt. 710501-2380, sækir um lóð norðan og vestan Giljaskóla við Borgarbraut fyrir fjölbýli/íbúðasambýli fyrir ungt fólk með fötlun. Meðfylgjandi eru tvær tillögur um nýtingu reitsins, dagsettar 31. ágúst og 11. september 2012, unnar af Formi ehf.

Skipulagsnefnd felur skipulagsstjóra að láta vinna breytingu á aðalskipulagi. Einnig heimilar nefndin umsækjanda að láta vinna tillögu að deiliskipulagsbreytingu á reitnum í samræmi við tillögu dagsetta 31.ágúst 2012.  

3.Naustahverfi 3. áfangi - deiliskipulag

Málsnúmer SN080099Vakta málsnúmer

Drög að skipulagslýsingu fyrir Naustahverfi 3. áfanga lögð fram, unnin af Árna Ólafssyni arkitekt hjá Teiknistofu Arkitekta, Gylfa Guðjónssyni og félögum ehf. Staða deiliskipulagsvinnunnar var einnig kynnt.

Skipulagsnefnd þakkar Árna Ólafssyni fyrir kynninguna.

Lagt fram til kynningar.

4.Hólmatún 1-3 og 5-9 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2012090206Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 20. september 2012 þar sem Fanney Hauksdóttir f.h. byggingarfélagsins Hyrnu ehf., kt. 710594-2019, sækir um breytingu á deiliskipulagi á lóðunum 1-3 og 5-9 við Hólmatún. Nánari skýringar í meðfylgjandi bréfi og afstöðumyndum.

Þar sem einungis er um að ræða minniháttar breytingu á lóðum sem varðar Akureyrarkaupstað og lóðarhafa leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt í samræmi við  2. málslið, 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

5.Brekatún 2 - umsókn um deiliskipulagsbreytingu

Málsnúmer 2012090222Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 24. september 2012 þar sem Logi Már Einarsson f.h. SS Byggis ehf., kt. 620687-2519, óskar eftir heimild til að gera breytingu á deiliskipulagi lóðar nr. 2 við Brekatún. Nánari skýringar í meðfylgjandi bréfi og breytingartillögu.

Skipulagsnefnd tekur jákvætt í breytinguna en frestar afgreiðslu erindisins.

6.Sjafnargata - Lón - framkvæmdaleyfi fyrir lagningu vatnsleiðslu

Málsnúmer 2012090163Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 13. september 2012 þar sem Bragi Sigurðsson f.h. Norðurorku ehf., kt. 550978-0169, óskar eftir framkvæmdaleyfi til að leggja Ø 225 mm PE plastlögn fyrir kalt vatn milli Sjafnargötu, Grænhóls og eldri vatnslagnar Norðurorku sem liggur meðfram og norðan við Lónsveg/Lögmannshlíðarveg. Meðfylgjandi eru skýringar og loftmynd.

Skipulagsnefnd hefur yfirfarið meðfylgjandi skýringargögn um legu lagnarinnar og samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfis á grundvelli 4. gr.-g  "Samþykktar um skipulagsnefnd".

7.Vörðutún 2, 4 og 6 - umsókn um lóðarstækkun

Málsnúmer 2011080016Vakta málsnúmer

Tillaga að deiliskipulagsbreytingu fyrir Vörðutún 2, 4 og 6 var grenndarkynnt þann 13. ágúst og var athugasemdafrestur til 10. september 2012.
Engin athugasemd barst.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.

8.Hríseyjargata 7 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2012090180Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 18. september 2012 þar sem Ágúst Hafsteinsson f.h. Ólínu Gyðu Hafsteinsdóttur og Ríkharðs Jónssonar sækja um breytingu á deiliskipulagi til að auka byggingarmagn á lóðinni nr. 7 við Hríseyjargötu. Fyrirhugað er að byggja glerskála til suðurs og vesturs við húsið. Meðfylgjandi er deiliskipulagstillaga frá Formi ehf. dagsett 14. september 2012.

Þar sem um óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi er að ræða leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að tillagan verði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

9.Afgreiðslur skipulagsstjóra 2012

Málsnúmer 2012010231Vakta málsnúmer

Fundargerð dagsett 12. september 2012. Lögð var fram fundargerð 413. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 8 liðum.

Lagt fram til kynningar.

10.Afgreiðslur skipulagsstjóra 2012

Málsnúmer 2012010231Vakta málsnúmer

Fundargerð dagsett 19. september 2012. Lögð var fram fundargerð 414. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 5 liðum.

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 16:00.