Borgarbraut - umsókn um lóð vestan Giljaskóla

Málsnúmer 2012070096

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 141. fundur - 25.07.2012

Erindi dagsett 18. júlí 2012 þar sem Guðríður Friðriksdóttir f.h. Fasteigna Akureyrarbæjar, kt. 710501-2380, sækir um lóð norðan og vestan Giljaskóla við Borgarbraut fyrir fjölbýli/íbúðasambýli fyrir ungt fatlað fólk. Heildarstærð hússins yrði um 600 fermetrar.

Skipulagsnefnd óskar eftir tillögum sem sýna fyrirhugaða útfærslu á umfangi og staðsetningu húss og aðkomu að lóð.

Frestað.

Skipulagsnefnd - 144. fundur - 27.09.2012

Tekið fyrir að nýju erindi dagsett 18. júlí 2012 þar sem Guðríður Friðriksdóttir f.h. Fasteigna Akureyrarbæjar, kt. 710501-2380, sækir um lóð norðan og vestan Giljaskóla við Borgarbraut fyrir fjölbýli/íbúðasambýli fyrir ungt fólk með fötlun. Meðfylgjandi eru tvær tillögur um nýtingu reitsins, dagsettar 31. ágúst og 11. september 2012, unnar af Formi ehf.

Skipulagsnefnd felur skipulagsstjóra að láta vinna breytingu á aðalskipulagi. Einnig heimilar nefndin umsækjanda að láta vinna tillögu að deiliskipulagsbreytingu á reitnum í samræmi við tillögu dagsetta 31.ágúst 2012.  

Skipulagsnefnd - 157. fundur - 15.05.2013

Erindi dagsett 18. júlí 2012 þar sem Guðríður Friðriksdóttir f.h. Fasteigna Akureyrarbæjar, kt. 710501-2380, sækir um lóð við Borgargil 1 vegna byggingar fjölbýlis/íbúðasambýlis fyrir ungt fatlað fólk.

Skipulagsnefnd samþykkir erindið. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.