Víðir Gíslason mætti í viðtalstíma bæjarfulltrúa.
a) Nefnd iðnaðarráðherra um mótun stefnu er varðar háspennulínur og jarðstrengi er starfandi. Víðir ítrekaði mikilvægi þess að koma á framfæri sjónarmiðum sem taka þarf tillit til í Eyjafirði sem varða til dæmis, flugöryggi, útivistarsvæði og mikil sjónræn áhrif. Víðir spyr hvort ekki sé full ástæða til þess að koma á samstarfi við Eyjafjarðarsveit hvað þetta varðar.
b) Viðræður Landsnets og Isavia.
Víðir ítrekar mikilvægi þess að enginn afsláttur verði gefinn af ítrustu kröfum um flugöryggi vegna hugmynda um háspennulínu. Standa þarf vörð um hagsmuni Akureyrarflugvallar. Hér er mikilvægt að Akureyri vinni með Eyjafjarðarsveit að málinu.
c) Víðir minnir á mikilvægi þess að hugað sé vandlega að ásýnd tengivirkis við Kífsá og tekið verið mið af umhverfisásýnd við byggingu þess. Hann lagði fram, máli sínu til stuðnings, myndir frá kynningu Þórðar Guðmundssonar forstjóra Landsnets þar sem áherslum Landsnets á að laga ný flutningsmannvirki að umhverfinu er lýst (sjá fylgiblað).
Skipulagsnefnd áréttar að samráðferli við Landsnet varðandi hugsanlegar háspennulínur í landi Akureyrar er í gangi en að málið sé ekki komið í skipulagsferli. Samráð verður haft við Eyjafjarðarsveit og ISAVIA um málið. Gert er ráð fyrir að unnið verði deiliskipulag af svæði spennistöðvarinnar við Kífsá í framhaldi af aðalskipulagsbreytingunni sem nú er í skipulagsferli.