Málsnúmer 2011050082Vakta málsnúmer
Erindi dagsett 13. maí 2011 þar sem Fanney Hauksdóttir f.h. Byggingarfélagsins Hyrnu, kt. 710594-2019, óskar eftir leyfi til breytingar á deiliskipulagi á lóðunum við Stekkjartún 26, 28 og 30. Erindið var sent í grenndarkynningu þann 10. júní 2011 og lauk henni 8. júlí 2011. Tvær athugasemdir bárust.
1)Helgi Hrafn Halldórsson og Aníka Lind Björnsdóttir dags. 24. júní 2011. Þau mótmæla fjölgun íbúða og óttast að umferð muni aukast sem muni skapa hættu fyrir börn á svæðinu. Þau benda á að mörg börn séu við Stekkjartún, þar sé grenndarvöllur, skóli og leikskóli í nálægð.
2) Íbúar Stekkjartúns 23, 25 og 27, dags. 8.júlí 2011. Eftirfarandi athugasemdir eru gerðar:
a)Þeim finnast upplýsingar á tillöguuppdrætti villandi. Það sé ekki rétt að gert hafi verið ráð fyrir 12 íbúðum við Stekkjartún. Skoða þurfi gögnin vel til að átta sig á að íbúðunum fjölgar úr 6 í 12. Þeir fara fram á að nýtt bréf með leiðréttum gögnum verði sent til kynningar.
b)Fjölgun íbúða mun hafa í för með sér umtalsverða aukningu umferðar innst í hverfinu, en þar hafi fólk valið sér lóðir með hliðsjón af lítilli umferð.
c)Ásýnd götunnar verður talsvert ólík því sem upphaflegt skipulag sagði til um. Ákvörðun um að byggja á svæðinu hafi verið tekin með upphaflegt skipulag í huga. Öll gatan fyrir framan Stekkjartún verði t.d. bílastæði í stað gróðurs sem sé ekki til batnaðar.
d)Stærri byggingarreitur mun skerða útsýni til austurs þar sem stigagangur húsanna kemur utan á húsin.
Óskað er eftir því að tillögunni verði hafnað.
Þar sem um óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi er að ræða leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að tillagan verði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.