Skipulagsnefnd

118. fundur 27. júlí 2011 kl. 08:00 - 11:00 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Haraldur Sveinbjörn Helgason varaformaður
  • Árni Páll Jóhannsson
  • Eva Reykjalín Elvarsdóttir
  • Auður Jónasdóttir
  • Pétur Bolli Jóhannesson skipulagsstjóri
  • Leifur Þorsteinsson fundarritari
Fundargerð ritaði: Leifur Kristján Þorsteinsson verkefnastjóri
Dagskrá

1.Heiðartún 1-3-5 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2011050157Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 27. maí 2011 þar sem byggingaverktaki við Heiðartún 5, Reisum byggingarfélag ehf., kt. 470809-0270, eigendur Heiðartúns 3, Sigurður Ólason og Áshildur Hlín Valtýsdóttir og eigendur Heiðartúns 1, Sigvaldi Þorleifsson og Særún Emma Stefánsdóttir óska eftir breytingu á deiliskipulagi vestan lóðanna. Lögð fram tillaga að breyttu deiliskipulagi, unnin af X2 hönnun-skipulagi, dagsett 7. júlí 2011.

Þar sem um óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi er að ræða leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að tillagan verði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

2.Krossanes, Becromal - umsókn um deiliskipulagsbreytingu vegna byggingarleyfis fyrir vakthús

Málsnúmer 2011060019Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að breyttu deiliskipulagi, unnin af AVH, dagsett 28. júní 2011. Breytingin felst í stækkun byggingarreits vegna staðsetningar vakthúss innan lóðar Aflþynnuverksmiðjunnar.

Þar sem einungis er um að ræða minniháttar stækkun byggingarreits og er því breyting sem varðar einungis Akureyrarbæ og lóðarhafa leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt í samræmi við 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

3.Naustahverfi 1. áf. - breyting á deiliskipulagi Stekkjartún 26-28-30

Málsnúmer 2011050082Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 13. maí 2011 þar sem Fanney Hauksdóttir f.h. Byggingarfélagsins Hyrnu, kt. 710594-2019, óskar eftir leyfi til breytingar á deiliskipulagi á lóðunum við Stekkjartún 26, 28 og 30. Erindið var sent í grenndarkynningu þann 10. júní 2011 og lauk henni 8. júlí 2011. Tvær athugasemdir bárust.

1)Helgi Hrafn Halldórsson og Aníka Lind Björnsdóttir dags. 24. júní 2011. Þau mótmæla fjölgun íbúða og óttast að umferð muni aukast sem muni skapa hættu fyrir börn á svæðinu. Þau benda á að mörg börn séu við Stekkjartún, þar sé grenndarvöllur, skóli og leikskóli í nálægð.

2) Íbúar Stekkjartúns 23, 25 og 27, dags. 8.júlí 2011. Eftirfarandi athugasemdir eru gerðar:
a)Þeim finnast upplýsingar á tillöguuppdrætti villandi. Það sé ekki rétt að gert hafi verið ráð fyrir 12 íbúðum við Stekkjartún. Skoða þurfi gögnin vel til að átta sig á að íbúðunum fjölgar úr 6 í 12. Þeir fara fram á að nýtt bréf með leiðréttum gögnum verði sent til kynningar.
b)Fjölgun íbúða mun hafa í för með sér umtalsverða aukningu umferðar innst í hverfinu, en þar hafi fólk valið sér lóðir með hliðsjón af lítilli umferð.
c)Ásýnd götunnar verður talsvert ólík því sem upphaflegt skipulag sagði til um. Ákvörðun um að byggja á svæðinu hafi verið tekin með upphaflegt skipulag í huga. Öll gatan fyrir framan Stekkjartún verði t.d. bílastæði í stað gróðurs sem sé ekki til batnaðar.
d)Stærri byggingarreitur mun skerða útsýni til austurs þar sem stigagangur húsanna kemur utan á húsin.
Óskað er eftir því að tillögunni verði hafnað.

Svör við athugasemdum:

1) Deiliskipulagsbreytingin gerir ráð fyrir fjölgun íbúða úr 6 í 12. Af því leiðir að umferð um svæðið mun aukast. Skipulagsnefnd telur þó að gatnakerfi svæðisins beri þá aukningu.

2a) Upphaflega deiliskipulagið gerði ráð fyrir 12 íbúðum á tveimur H-reitum, H1 og H3. Reit H1 var breytt í K4 en þegar sú breyting var samþykkt fyrirfórst að gera tilsvarandi breytingu í greinargerð sem nú er verið að uppfæra. Textinn á breytingarblaðinu er því orðaður með þessum hætti. Skipulagsnefnd telur ekki ástæðu til að endurtaka grenndarkynningu vegna þessa þar sem skýrt kemur fram í skýringartexta á breytingarblaði að verið sé að fjölga íbúðum úr 6 í 12 og að fyrrnefnd leiðrétting sé gerð.

2b) Sjá svar við nr. 1.

2c) Áréttað skal að ekki er gert ráð fyrir að umfang húsanna verði mikið frábrugðið upphaflegum hugmyndum. Þó skal tekið fram að breidd húsanna verður örlítið meiri en í upphaflegum hugmyndum og hækkun húsanna nemur 90 cm. Ekki er hægt að tryggja að skipulagssvæði taki ekki breytingum á meðan á uppbyggingu stendur og má nefna í því sambandi að nú þegar er búið að gera fjölmargar breytingar í hverfinu frá upphaflegu deiliskipulagi.

Í núgildandi deiliskipulagi er gert ráð fyrir 12 bílastæðum meðfram Stekkjartúni en vegna fjölgunar íbúða á lóðunum er gert ráð fyrir að þeim fjölgi í 24 sbr. ákvæði byggingarreglugerðar. Staðsetning þeirra er með sama hætti og í fyrri tillögu þ.e. næst Stekkjartúni.

2d) Fyrirhugaður stigagangur við húsin er opinn að mestu og ætti því ekki að hindra útsýni til austurs nema að litlu leyti. Einnig má lækka húsin í landinu frá því sem fram kemur á sniðmyndum um allt að 1 m.

 

Niðurstaða:

Skipulagsnefnd óskar eftir að ákvæði um hljóðvist verði færð í greinargerð. Einnig leggur skipulagsnefnd til að sniðmyndum verði breytt þannig að húsin lækki í landi allt að 1 m.

Meirihluti skipulagsnefndar leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan þannig breytt verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar. 

 

Auður Jónasdóttir V-lista greiðir atkvæði á móti og óskar bókað:

Ég tel, í ljósi athugasemda íbúa, nauðsynlegt að deiliskipulagstillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga þar sem umbeðnar breytingar eru verulegar.

4.Sunnuhlíð 11- umsókn um deiliskipulagsbreytingu vegna byggingarleyfis fyrir viðbyggingu

Málsnúmer 2011070058Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 19. júlí 2011 þar sem Fanney Hauksdóttir f.h. Halldórs Arnars Kristjánssonar og Sigurbjargar Óskar Jónsdóttur óskar eftir heimild til að stækka húsið Sunnuhlíð 11. Jafnframt er óskað eftir deiliskipulagsbreytingu þar sem fyrirhuguð viðbygging fer út fyrir byggingarreit. Meðfylgjandi er afstöðu- og útlitsmynd.

Þar sem um óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi er að ræða leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að tillagan verði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

5.Kambsmýri 12 - umsókn um byggingarleyfi fyrir gróðurhús

Málsnúmer 2011060098Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 24. júní 2011 þar sem Svanur Eiríksson f.h. Jóhanns Thorarensen sækir um byggingarleyfi fyrir gróðurhúsi á lóðinni Kambsmýri 12. Meðfylgjandi er teikning eftir Svan Eiríksson.

Skipulagsnefnd samþykkir að grenndarkynna erindið skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 

6.Barmahlíð 8 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2011070061Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 19. júlí 2011 þar sem Anna Margrét Hauksdóttir f.h. Sigurgeirs Svavarssonar ehf., kt. 680303-3630, óskar eftir breytingu á deiliskipulagi við Barmahlíð 8. Meðfylgjandi eru 2 tillöguteikningar og afstöðumynd.

Þar sem um óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi er að ræða leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að tillagan verði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

7.Langholt 11 - tenging á milli Langholts og stígs við Hörgárbraut. Umsókn um lóðarstækkun

Málsnúmer 2011070060Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 19. júlí 2011 þar sem Sigurlína H. Styrmisdóttir óskar eftir endurupptöku á máli sínu um að lagður verði göngustígur á milli Langholts 7 og 11. Ástæða þessa er sú að mikil umferð gangandi fólks er um lóð hennar eftir að girðing var sett upp á milli lóðanna. Einnig er óskað eftir lóðarstækkun.

Skipulagsnefnd frestar erindinu og felur skipulagsdeild að óska eftir áliti hverfisnefndar Holta- og Hlíðahverfis auk íbúa í Þverholti og syðri hluta Langholts á opnun göngustígsins að nýju.

8.Klettaborg 35 - umsókn um lóðarstækkun

Málsnúmer 2011070053Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 13. júlí 2011 þar sem Halldór Gunnarsson og Björg Dagbjartsdóttir sækja um stækkun lóðar sinnar, Klettaborgar 35, til austurs. Meðfylgjandi er afstöðumynd.

Skipulagsnefnd felur skipulagsstjóra að láta gera tillögu að breytingu á deiliskipulagi þar sem gert verði ráð fyrir stækkun lóðarinnar ásamt nýju leiksvæði norðan lóðarinnar nr. 41 við Klettaborg.

9.Spítalavegur 19 - umsókn um lóðarstækkun

Málsnúmer 2011060112Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 27. júní 2011 þar sem Helgi Friðjónsson og Hrafnhildur F. Gunnarsdóttir sækja um stækkun á lóð sinni nr. 19 við Spítalaveg í samræmi við núgildandi deiliskipulag. Jafnframt óska þau eftir útmælingu á lóðamörkum að sunnan og norðan.

Skipulagsnefnd samþykkir erindið og felur lóðaskrárritara að útbúa nýjan lóðarsamning um stækkun lóðarinnar í samræmi við gildandi deiliskipulag.

10.Aðalstræti 12b - Bréf

Málsnúmer 2011070064Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 20. júlí 2011 þar sem Teitur M. Sveinsson lögfræðingur f.h. Nýs Morguns ehf., kt. 660997-2299, óskar eftir að skipulagsyfirvöld Akureyrarbæjar taki upp mál skjólstæðings hans í framhaldi af úrskurði Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála frá 6. október 2010 um mál lóðar hans að Aðalstræti 12b Akureyri. Meðfylgjandi er afrit af úrskurði Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála.

Samkvæmt úrskurði Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála þ. 6.10.2010 er niðurstaða skipulagsnefndar dags. 25.6.2008 um synjun á breytingu á deiliskipulagi Innbæjarins og Fjörunnar felld úr gildi. Skipulagsnefnd áréttar að ekki hefur verið sótt um umrædda breytingu á ný og getur því ekki tekið afstöðu til erindisins að svo stöddu þar sem engar óskir eru tilgreindar um breytingar á núgildandi deiliskipulagi í erindinu. Skipulagsnefnd bendir á að nú stendur yfir endurskoðun á deiliskipulagi Innbæjarins og Fjörunnar en þar verða ákvæði varðandi lóðina skilgreind. Skipulagsnefnd óskar því eftir nánari upplýsingum frá lóðarhafa um umbeðnar breytingar á núgildandi deiliskipulagi.

Erindinu er vísað í yfirstandandi vinnu við deiliskipulag af Innbænum og Fjörunni. 

11.Frostagata 6c - umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingum og fyrirspurn um viðbyggingu

Málsnúmer 2011060026Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 7. júní 2011 þar sem Ingólfur Guðmundsson f.h. Rafmanna ehf., kt. 411297-2419, spyrst fyrir um hvort leyfi fengist til að byggja viðbyggingu við norðurgafl Frostagötu 6c. Meðfylgjandi eru tillöguteikningar frá Kollgátu. Erindið var sent í grenndarkynningu þann 16. júní 2011 og lauk henni 14. júlí 2011. Ein athugasemd barst.

1) Hafdís Pálsdóttir og Ragnar Guðjónsson, Reykjasíðu 12, dags. 12. júní 2011.

Þau hafna fyrirhuguðum breytingum á þeim forsendum að þær muni taka frá þeim mikið útsýni.

Skipulagsnefnd telur útsýniskerðinguna litla þar sem lóðin Reykjasíða 12 stendur mun hærra en lóðin Frostagata 6c. Viðbygging til norðurs ætti því ekki að skerða útsýni til austurs t.d.  til Vaðlaheiðar frekar en nú er af húsum og trjágróðri. Skipulagsnefnd tekur jákvætt í erindið og felur skipulagsstjóra að afgreiða umsókn um byggingarleyfi þegar hún berst.

Árni Páll Jóhannsson L-lista vék af fundi við afgreiðslu málsins.

12.Eyrarlandsvegur 27 - umsókn um byggingarleyfi fyrir skýli yfir verönd

Málsnúmer 2011060001Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 31. maí 2011 þar sem Ingvar Garðarsson sækir um leyfi til að byggja garðskýli yfir verönd við hús sitt að Eyrarlandsvegi 27. Erindið var sent í grenndarkynningu þann 16. júní 2011 og lauk henni 14. júlí 2011. Ein athugasemd barst.

1) Björgvin Björgvinsson, Eyrarlandsvegi 29 og Sveinbjörn Sigurðsson, Eyrarlandsvegi 31, dagsett 14.júlí 2011.

Þeir undrast að erindið skuli fara í grenndarkynningu þegar umrædd bygging/framkvæmd er löngu risin. Farið er fram á að skipulagsnefnd útskýri hvernig brugðist verði við þeirri stöðu sem upp er komin.

Hvorki skipulagsnefnd né starfsmenn skipulagsdeildar höfðu vitneskju um að búið væri að reisa umrætt garðskýli fyrr en eigandi tilkynnti þær framkvæmdir til embættisins og er það ámælisvert af lóðarhafa Eyrarlandsvegar 27. Var honum gert að sækja um byggingarleyfi eða fjarlægja skýlið. Skipulagsnefnd taldi það rétt að fá álit nágranna við innsendri byggingarleyfisumsókn á hefðbundinn hátt með grenndarkynningu áður en farið yrði í íþyngjandi aðgerðir gangvart lóðarhafa. 

Niðurstaða:

Skipulagsnefnd tekur jákvætt í erindið þar sem ekki bárust neinar athugasemdir við bygginguna sem slíka og felur skipulagsstjóra að afgreiða umsókn um byggingarleyfi.

13.Jaðarsíða 3 - Umsókn um lóð

Málsnúmer 2011070022Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 7. júlí 2011 þar sem Reynir Örn Hannessonog Linda Björk Snorradóttir sækja um lóð nr. 3 við Jaðarsíðu. Meðfylgjandi er staðfesting á greiðslugetu frá Landsbankanum.

Skipulagsnefnd samþykkir erindið. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda

14.Afgreiðslur skipulagsstjóra 2010-2011

Málsnúmer 2010010128Vakta málsnúmer

Fundargerð dagsett 29. júní 2011. Lögð var fram fundargerð 354. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 13 liðum.

Lagt fram til kynningar.

15.Afgreiðslur skipulagsstjóra 2010-2011

Málsnúmer 2010010128Vakta málsnúmer

Fundargerð dagsett 6. júlí 2011. Lögð var fram fundargerð 355. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 14 liðum.

Lagt fram til kynningar.

16.Afgreiðslur skipulagsstjóra 2010-2011

Málsnúmer 2010010128Vakta málsnúmer

Fundargerð dagsett 19. júlí 2011. Lögð var fram fundargerð 356. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 7 liðum.

Lagt fram til kynningar.

Önnur mál:

17.Óseyri 3 - umsókn um breytta notkun á húsnæði og lóð

Málsnúmer 2011050089Vakta málsnúmer

Vegna afgreiðslu nefndarinnar á 6. lið á fundi skipulagsnefndar 29.júní 2011 óskar Auður Jónasdóttir V-lista bókað:
Á síðasta fundi skipulagsnefndar þann 29. júní 2011 var tekin fyrir og samþykkt umsókn um breytta notkun á húsnæði og lóð við Óseyri 3. Edward H. Huijbens fulltrúi V-lista í skipulagsnefnd sat fundinn og samþykkti umsótta breytingu. Var sú afstaða byggð á því að lóðin væri á iðnaðar/athafnasvæði. Við nánari skoðun varð fulltrúa V-lista ljóst að lóðin er á skilgreindu athafnasvæði í aðalskipulagi. Skilgreining á þeirri starfsemi sem fram skal fara á athafnasvæði í núgilandi aðalskipulagi Akureyrar samræmist engan veginn fyrirhugaðri starfsemi og er því afstaða fulltrúa V-lista sú að ekki hafi átt að samþykkja umsótta notkunarbreytingu.

Fundi slitið - kl. 11:00.