Erindi dagsett 19. júlí 2011 þar sem Anna Margrét Hauksdóttir f.h. Sigurgeirs Svavarssonar ehf., kt. 680303-3630, óskar eftir breytingu á deiliskipulagi við Barmahlíð 8.
Tillaga að breyttu deiliskipulagi var grenndarkynnt þann 28. júlí til 26. ágúst 2011.
Bréf með athugasemdum barst frá íbúum við Mánahlíð 10, 12 og 14 ásamt Sunnuhlíð 2 dagsett 26. ágúst 2011. Eftirfarandi athugasemdir eru gerðar:
a) Gerð er athugasemd við stækkun á byggingarreit til vesturs. Bent er á að byggingarreitir í nærliggjandi götum eru nokkuð stranglega afmarkaðir en samkvæmt hugmyndum um Barmahlíð 8 virðist sú skipulagslega formfesta sem viðhöfð hefur verið í hverfinu heillum horfin.
b) Götumynd Barmahlíðar muni gjörbreytast og vera á skjön við almenna götumynd í hverfinu, þ.e. að framhlið húsa og aðkeyrsla að húsi snúi að götu. Tillagan felur einnig í sér að besta útsýnisáttin úr Barmahlíð 8, þ.e. í austurátt, verður stórlega vannýtt. Þá taki þessi tillaga ekki mið af útliti, stærð eða hæð húsa sem fyrir eru í þessu rótgróna einbýlishúsahverfi.
c) Aðkeyrsla að nýju parhúsi verði óásættanleg. Ný akstursgata muni myndast úr Barmahlíð eða þá að Barmahlíð muni halda áfram hornrétt á fyrri stefnu með tilheyrandi umferð að bakhlið húsa við Mánahlíð.
d) Fyrirhugað parhús mun skyggja að stórum hluta á suðurbirtu að Barmahlíð 6.
e) Íbúar Barmahlíðar 8 munu hafa norðurhliðar Mánahlíðarhúsanna óþægilega nálægt sér.
Þar sem um óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi er að ræða leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að tillagan verði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.