Erindi dagsett 19. júlí 2011 þar sem Sigurlína H. Styrmisdóttir, Langholti 11, óskar eftir eftir endurupptöku á máli varðandi göngustíg milli Langholts 11 og 9. Einnig sækir hún um lóðarstækkun til suðurs að göngustígnum.
Erindið ásamt uppdrætti af fyrirhugaðri tengingu var sent til nágranna Langholts 11 þar sem óskað var eftir áliti þeirra varðandi opnun göngustígsins að nýju. Bréfin voru send þann 28. júlí s.l. með athugasemdafresti til 9. september 2011. Fimm ábendingar bárust þar sem vel var tekið í tillöguna um endurgerð göngustígsins. Jafnframt komu fram ýmsar aðrar ábendingar í tengslum við svæðið. Sjá nánar bréf frá íbúum.
Skipulagsnefnd frestar erindinu og felur skipulagsdeild að óska eftir áliti hverfisnefndar Holta- og Hlíðahverfis auk íbúa í Þverholti og syðri hluta Langholts á opnun göngustígsins að nýju.