Erindi dagsett 7. mars 2013 þar sem Steinmar H. Rögnvaldsson f.h. SS Byggis ehf., kt. 620687-2519, sækir um byggingarleyfi fyrir fjölbýlishúsi númer 29 við Kjarnagötu. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Steinmar H. Rögnvaldsson.
Einnig er sótt um undanþágu í samræmi við grein 17.1.2., lið 1. í byggingarreglugerð 112/2012:
1. Gr. 6.1.3. Kröfur um algilda hönnun, liður c.
2. Gr. 6.4.3. Dyr innanhúss, svala- og garðdyr.
3. Gr. 6.4.4. Gangar og anddyri.
4. Gr. 6.7.2. Algild hönnun.
5. Gr. 6.7.10. Baðherbergi og snyrtingar.
6. Gr. 13.2.3. Útreikningur heildarleiðnitaps.
7. Gr. 13.3.1. Almennt um leiðnitap og U-gildi byggingarhluta.
8. Gr. 13.3.2. Hámarks U-gildi - ný mannvirki og viðbyggingar.
Skipulagsnefnd samþykkir að gefa lóðarhafa Kjarnagötu 33-39 frest til 9. september 2011 til að hreinsa lóðina af öllu lausu byggingarefni og rusli ásamt að taka upp alla járnteina sem standa upp úr fyllingu grunnsins og ganga þannig frá járnum í undirstöðum að ekki stafi hætta af.
Lóðarhafa er gefinn 10 daga frestur til að andmæla ákvörðun þessari. Ef ekki berast andmæli innan gefins frests eða verkið ekki unnið fyrir 9. september 2011 verður verkið unnið á kostnað lóðarhafa og innheimt skv. 56. gr. laga um mannvirki.