Samfélags- og mannréttindaráð

166. fundur 30. apríl 2015 kl. 14:00 - 15:55 Fundarherbergi á 2. hæð í Rósenborg
Nefndarmenn
  • Silja Dögg Baldursdóttir formaður
  • Eiður Arnar Pálmason
  • Siguróli Magni Sigurðsson
  • Bergþóra Þórhallsdóttir
  • Vilberg Helgason
  • Hlín Garðarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Alfa Aradóttir forstöðumaður æskulýðs- og forvarnamála
  • Bergljót Jónasdóttir forstöðumaður tómstundamála
  • Sigríður Stefánsdóttir framkvæmdastjóri samfélags- og mannréttindadeildar ritaði fundargerð
Dagskrá

1.Samfélags- og mannréttindadeild - starfsemi

Málsnúmer 2014090066Vakta málsnúmer

Bergljót Jónasdóttir forstöðumaður tómstundamála og Anna Karen Úlfarsdóttir deildarstjóri í félagsstarfi aldraðra komu á fundinn og ræddu reynsluna af sameiningu Punktsins og félagsstarfs aldraðra. Rætt var um stefnu og framtíðarsýn um tómstundamál. Meðfylgjandi samantekt vinnuhóps um tómstundir frá nóvember 2013, ásamt erindisbréfi hópsins.

2.Málefni aldraðra

Málsnúmer 2015030257Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf með bókun bæjarráðs frá 10. apríl 2015. Þar er erindum sem þrír stjórnarmenn í Félagi aldraðra á Akureyri báru fram í viðtalstíma bæjarfulltrúa 26. mars 2015, vísað til samfélags- og mannréttindadeildar. Fyrir samfélags- og mannréttindaráð voru lagðir fram til umræðu 5. liður a) um sumarlokanir í félagsmiðstöðvum og d) óskir um bætta aðstöðu í félagsaðstöðu í Bugðusíðu.
Bergjót Jónasdóttir forstöðumaður tómstundamála og Anna Karen Úlfarsdóttir deildarstjóri í félagsstarfi aldraðra sátu fundinn undir þessum lið.
Ráðið getur ekki orðið við erindi í a) lið. Félagi eldri borgara er frjálst að nýta húsnæðið í Bugðusíðu, eins og það kýs og hvetur ráðið félagið til að halda uppi sínu öfluga félagsstarfi yfir sumartímann.
Varðandi d) lið mun það mál tekið fyrir í tengslum við stefnumótun hjá ráðinu. Búið er að bæta nettengingu.

3.Öldungaráð

Málsnúmer 2014040148Vakta málsnúmer

Unnið hefur verið að stofnun og samþykkt um öldungaráð á Akureyri í samstarfi við Félag eldri borgara.
Framkvæmdastjóri samfélags- og mannréttindadeildar lagði fram til kynningar drög að samþykkt, sem enn eru í vinnslu.
Bergljót Jónasdóttir forstöðumaður tómstundamála sat fundinn undir þessum lið.

4.Vinnuhópur um sértækt hópastarf - september 2014

Málsnúmer 2014090198Vakta málsnúmer

Alfa Aradóttir forstöðumaður forvarna- og æskulýðsmála mætti á fundinn og kynnti vinnu og þróun við sértækt hópastarf. Skólasmiðja - óhefðbundið skólaúrræði í Rósenborg var sérstaklega kynnt. Meðfylgjandi er stutt lýsing á úrræðinu, ásamt umsóknareyðublaði og þrepaskiptingu verkefna.
Ráðið þakkar Ölfu fyrir kynninguna.

Fundi slitið - kl. 15:55.