Samfélags- og mannréttindaráð

138. fundur 11. desember 2013 kl. 17:00 - 18:37 Fundarherbergi á 2. hæð í Rósenborg
Nefndarmenn
  • Tryggvi Þór Gunnarsson varaformaður
  • Heimir Haraldsson
  • Helga Eymundsdóttir
  • Anna Hildur Guðmundsdóttir
  • Regína Helgadóttir
  • Guðrún Þórsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Friðbjörg J Sigurjónsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • María Hólmfríður Marinósdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Katrín Björg Ríkarðsdóttir fundarritari
Dagskrá
Helga Eymundsdóttir L-lista mætti í forföllum Hlínar Bolladóttur.

Heiða Hlín Björnsdóttir og Rubina Singh Arnoddsdóttir fulltrúar úr ungmennaráði Akureyrarbæjar voru gestir fundarins.

1.Kvikmyndahátíðin Laterna Magica og Stulli stuttmyndahátíð

Málsnúmer 2013110195Vakta málsnúmer

Sýndar voru stuttmyndirnar Þórgnýr sem vann til verðlauna á kvikmyndahátíðinni Laterna Magica í nóvember sl. og Taktur sem vann til verðlauna á Stulla stuttmyndahátíð nú í desember.

2.Punkturinn - gjaldskrá 2014

Málsnúmer 2013080107Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að gjaldskrá fyrir Punktinn.

Samfélags- og mannréttindaráð samþykkir gjaldskrána og vísar henni til bæjarráðs.

3.Rannsókn - The knowledge of Icelandic by immigrants in Akureyri

Málsnúmer 2012070127Vakta málsnúmer

Lögð fram lokaskýrsla rannsóknar sem unnin var í samvinnu Akureyrarbæjar og Háskólans á Akureyri og snerist um að afla upplýsinga um íbúa af erlendum uppruna. Spurningar sem lagðar voru fyrir snerust um bakgrunn, þekkingu á íslenskum dægurmálum og íslenskri tungu, atvinnustöðu og skoðanir á samfélaginu.

Samfélags- og mannréttindaráð þakkar skýrsluhöfundum fyrir samstarfið.

Fundi slitið - kl. 18:37.