Í samvinnu Akureyrarbæjar og Háskólans á Akureyri var í lok árs 2012 unnin rannsókn meðal íbúa af erlendum uppruna. Megintilgangur rannsóknarinnar var að afla upplýsinga um þennan fjölbreytta hóp með það að leiðarljósi að geta í framhaldinu aðstoðað við að bæta stöðu. Spurningar sem lagðar voru fyrir snerust um bakgrunn, þekkingu á íslenskum dægurmálum og íslenskri tungu, atvinnustöðu og skoðanir á samfélaginu. Kjartan Ólafsson lektor og Markus Meckl dósent við Háskólann á Akureyri mættu á fundinn og kynntu niðurstöður.
Samfélags- og mannréttindaráð samþykkir að styrkja verkefnið um kr. 150.000.