Samfélags- og mannréttindaráð

121. fundur 20. febrúar 2013 kl. 15:00 - 16:33 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Tryggvi Þór Gunnarsson varaformaður
  • Brynjar Davíðsson
  • Helga Eymundsdóttir
  • Regína Helgadóttir
  • Friðbjörg J Sigurjónsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Katrín Björg Ríkarðsdóttir fundarritari
Dagskrá
Brynjar Davíðsson L-lista mætti í forföllum Hlínar Bolladóttur og Helga Eymundsdóttir L-lista mætti í forföllum Heimis Haraldssonar.
Áheyrnarfulltrúar A-lista og D-lista boðuðu forföll.

Friðbjörg J. Sigurjónsdóttir áheyrnarfulltrúi S-lista mætti til fundar kl. 16:00.

1.Launakönnun 2012 unnin af RHA

Málsnúmer 2012110023Vakta málsnúmer

Á sameiginlegum fundi bæjarráðs, kjarasamninganefndar og samfélags- og mannréttindaráðs kynnti Hjördís Sigursteinsdóttir sérfræðingur hjá RHA niðurstöður launakönnunar sem gerð var í nóvember 2012 hjá Akureyrarbæ.

Bæjarráð, kjarasamninganefnd og samfélags- og mannréttindaráð fagna því að launakönnunin hafi nú litið dagsins ljós. Niðurstöðurnar sýna að konur eru með 3,9% lægri heildarlaun en karlar og 1,5% lægri dagvinnulaun að teknu tilliti til áhrifaþátta. Ánægjulegt er að sjá að bilið milli meðalheildarlauna kvenna og karla er að minnka á milli úttekta.

Nefndirnar hafa ákveðið að stofna vinnuhóp sem hefur það hlutverk að greina ástæður þess að munur mælist á launum kynjanna og gera tillögur að úrbótum. Vinnuhópurinn verður skipaður einum fulltrúa úr hverju ráði/nefnd ásamt starfsmannastjóra og jafnréttisráðgjafa.

Fundi slitið - kl. 16:33.