Samfélags- og mannréttindaráð

77. fundur 08. desember 2010 kl. 16:30 - 18:25 Fundarherbergi á 3. hæð í Rósenborg
Nefndarmenn
  • Hlín Bolladóttir formaður
  • Tryggvi Þór Gunnarsson
  • Heimir Haraldsson
  • Anna Hildur Guðmundsdóttir
  • Guðlaug Kristinsdóttir
Starfsmenn
  • Katrín Björg Ríkarðsdóttir fundarritari
Dagskrá

1.Forvarnamál - staðan

Málsnúmer 2009050034Vakta málsnúmer

Staða forvarnamála yfirfarin.
Gréta Kristjánsdóttir umsjónarmaður forvarna sat fundinn undir þessum lið.
Anna Hildur Guðmundsdóttir mætti til fundarins kl. 17:05.

2.SAMAN-hópurinn - ályktun vegna skemmtana fyrir unglinga undir lögaldri á vínveitingastöðum

Málsnúmer 2010110119Vakta málsnúmer

Ályktun SAMAN-hópsins vegna skemmtana fyrir unglinga undir lögaldri á veitingastöðum lögð fram til kynningar. SAMAN-hópurinn lýsir yfir áhyggjum af endurteknum unglingaskemmtunum á vegum einkaaðila fyrir börn undir lögaldri á vínveitingahúsum og vill hvetja forsvarsmenn sveitarfélaga til að móta sér stefnu í slíkum málum.
Gréta Kristjánsdóttir umsjónarmaður forvarna sat fundinn undir þessum lið.

Samfélags- og mannréttindaráð tekur málið upp í samhengi við endurskoðun forvarnastefnu fyrir Akureyrarbæ.

3.Fjölmenningarþing 2010

Málsnúmer 2010120014Vakta málsnúmer

Farið yfir niðurstöður Fjölmenningarþings sem haldið var á vegum Alþjóðastofu Akureyrarbæjar 27. nóvember sl. en þangað var boðið bæjarbúum af erlendum uppruna. Tilgangur þingsins var að safna upplýsingum um hvernig bæta megi þjónustu í þessum málaflokki.
Guðrún Blöndal verkefnisstjóri fjölmenningarmála sat fundinn undir þessum lið.

4.Fjárhagsáætlun 2011 - samfélags- og mannréttindaráð

Málsnúmer 2010090135Vakta málsnúmer

Farið yfir áður samþykkt drög að fjárhagsáætlun fyrir árið 2011 fyrir þá málaflokka sem heyra undir samfélags- og mannréttindaráð með hliðsjón af umræðum frá fundi bæjarráðs 27. nóvember sl.
Alfa Aradóttir forstöðumaður forvarna- og æskulýðsmála og Bergljót Jónasdóttir forstöðumaður tómstundamála sátu fundinn undir þessum lið.

5.Menntasmiðja unga fólksins - vinnuhópur

Málsnúmer 2008080024Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga frá vinnuhópi um þróun á Menntasmiðju unga fólksins. Vinnuhópurinn var stofnaður á vegum samfélags- og mannréttindaráðs í ágúst sl. Tillagan felur í sér breytt fyrirkomulag á þjónustu við ungt fólk í vanda.
Alfa Aradóttir forstöðumaður forvarna- og æskulýðsmála og Bergljót Jónasdóttir forstöðumaður tómstundamála sátu fundinn undir þessum lið.

Samfélags- og mannréttindaráð lýsir ánægju með starf vinnuhópsins og felur framkvæmdastjóra að vinna tillöguna áfram með fjárhagslega hagræðingu að leiðarljósi.

6.16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi 2010

Málsnúmer 2010120015Vakta málsnúmer

Rætt um þátttöku samfélags- og mannréttindaráðs í útifundi vegna 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi. Að fundinum standa einnig Jafnréttisstofa og ýmis samtök kvenna á Akureyri.

Fundi slitið - kl. 18:25.