Málsnúmer 2011040090Vakta málsnúmer
1. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 28. apríl 2011:
Sigríður Huld Jónsdóttir aðstoðarskólameistari Verkmenntaskólans á Akureyri, Sigurlaug Anna Gunnarsdóttir aðstoðarskólameistari Menntaskólans á Akureyri, Sigmundur Magnússon húsbóndi heimavistar VMA og MA, Valgerður Jónsdóttir forvarnafulltrúi Verkmenntaskólans á Akureyri og Hólmfríður Jóhannsdóttir forvarnafulltrúi Menntaskólans á Akureyri mættu á fund bæjarráðs til að ræða um aukna neyslu ungmenna á Akureyri á kannabisefnum.
Hlín Bolladóttir formaður samfélags- og mannréttindaráðs sat fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð þakkar þeim Sigríði Huld, Sigurlaugu Önnu, Sigmundi, Valgerði og Hólmfríði fyrir komuna á fundinn og vísar málinu til samfélags- og mannréttindaráðs.
Gréta Kristjánsdóttir forvarnafulltrúi sat fundinn undir þessum lið.
Samfélags- og mannréttindaráð samþykkir stefnuna fyrir sitt leyti og vísar henni til bæjarstjórnar til samþykktar.