Ungt fólk utan skóla

Málsnúmer 2007010223

Vakta málsnúmer

Samfélags- og mannréttindaráð - 81. fundur - 16.02.2011

Lögð fram til kynningar rannsóknin Ungt fólk utan skóla 2009, félagsleg staða 16-20 ára ungmenna á Íslandi sem ekki stunda nám við framhaldsskóla árið 2009. Rannsóknin var unnin af fyrirtækinu Rannsóknir & greining ehf. Rannsóknin sýnir m.a. að mikilvægt er að beina sjónum að þeim hópi ungmenna sem er án atvinnu til að koma í veg fyrir að þau verði óvirkir samfélagsþegnar.
https://www.rannsoknir.is/wp-content/uploads/2020/04/Ungt-folk-utan-skola-2009.pdf
Alfa Aradóttir forstöðumaður forvarna- og æskulýðsmála sat fundinn undir þessum lið.

Samfélags- og mannréttindaráð telur nauðsynlegt að brugðist verði við niðurstöðum rannsóknarinnar og komið í veg fyrir að ungt fólk verði óvirkt í samfélaginu. Akureyrarbær ber ábyrgð á velferð ungmenna sem standa höllum fæti í bæjarfélaginu og að unnið sé að málefnum þeirra með ábyrgð, fagmennsku og gæði að leiðarljósi til lengri tíma.

Samfélags- og mannréttindaráð - 86. fundur - 06.05.2011

Lögð fram til kynningar skýrslan Fyrsta ölvunin: Umhverfi og félagslegt samhengi fyrstu ölvunarinnar meðal 15-19 ára skólanema á Íslandi. Skýrslan var unnin af Rannsóknum & greiningu. Í skýrslunni kemur m.a. fram að tíðni ölvunardrykkju eykst á milli loka grunn- og framhaldsskóla og einnig á milli ára innan framhaldsskólans.
Gréta Kristjánsdóttir forvarnafulltrúi sat fundinn undir þessum lið.

Samfélags- og mannréttindaráð - 90. fundur - 17.08.2011

Lögð fram til kynningar skýrslan Ungt fólk 2010 - Framhaldsskólanemar: Menntun, menning, tómstundir, íþróttaiðkun og framtíðarsýn ungmenna í framhaldsskólum á Íslandi. Skýrslan var unnin af Rannsóknum og greiningu ehf fyrir mennta- og menningarmálaráðuneytið. Skýrsluna má nálgast á vefslóðinni https://www.rannsoknir.is/wp-content/uploads/2020/04/Ungt-folk-2010-Framhaldsskolanemar.pdf