Samfélags- og mannréttindaráð

189. fundur 20. september 2016 kl. 09:00 - 11:02 Fundarherbergi á 2. hæð í Rósenborg
Nefndarmenn
  • Silja Dögg Baldursdóttir formaður
  • Siguróli Magni Sigurðsson
  • Dagbjört Elín Pálsdóttir
  • Heiðrún Ósk Ólafsdóttir
  • Vilberg Helgason
Starfsmenn
  • Ellert Örn Erlingsson framkvæmdastjóri samfélags- og mannréttindadeildar ritaði fundargerð
Dagskrá
Bergþóra Þórhallsdóttir D-lista boðaði forföll og mætti Heiðrún Ósk Ólafsdóttir í hennar stað.
Hlín Garðarsdóttir áheyrnarfulltrúi Æ-lista mætti ekki til fundar né varamaður hennar.

1.Gæfusporið 2016

Málsnúmer 2013080206Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað framkvæmdarstjóra samfélags- og mannréttindadeildar.
Samfélags- og mannréttindaráð samþykkir að veita verkefninu Gæfusporið kr. 600.000 styrk.

2.Súlur Björgunarsveitin á Akureyri - ósk um rekstrarstyrk

Málsnúmer 2016060026Vakta málsnúmer

Erindið tekið fyrir að nýju og drög að samningi um rekstrarstyrk við Súlur lögð fram. Erindið var síðast á dagskrá ráðsins 9. júní 2016.
Samfélags- og mannréttindaráð samþykkir endurnýjun samnings við Björgunarsveitina Súlur með hækkun upp á kr. 330.000. Ráðið vísar ósk um viðbótarfjármagn vegna hækkunarinnar til bæjarráðs.
Vilberg Helgason V-lista vék af fundi kl. 09:34.

3.Fjárhagsáætlun 2017 - samfélags- og mannréttindadeild

Málsnúmer 2016060048Vakta málsnúmer

Unnið að fjárhagsáætlun, gjaldskrá og 3ja ára áætlun ráðsins fyrir starfsárið 2017. Alfa Aradóttir forstöðumaður æskulýðsmála og Bergljót Jónasdóttir forstöðumaður tómstundamála mættu á fundinn undir þessum lið.
Samfélags- og mannréttindaráð samþykkir fyrirlögð drög að fjárhagsáætlun ráðsins fyrir starfsárið 2017 og vísar þeim til bæjarráðs.



Samfélags- og mannréttindaráð samþykkir fyrirlögð drög að gjaldskrá og 3ja ára áætlun ráðsins og vísar þeim til bæjarráðs.



Ráðið felur framkvæmdastjóra að koma á framfæri þeim athugasemdum sem fram komu á fundinum.



Í samræmi við tillögur aðgerðahóps bæjarráðs samþykkir samfélags- og mannréttindaráð að fara í skipulagsbreytingar og hagræða í starfsmannahaldi Punktsins, Víðilundar og Bugðusíðu frá og með 1. janúar 2017. Forstöðumanni tómstundamála og framkvæmdastjóra er falið að vinna málið áfram.







Fundi slitið - kl. 11:02.