Gæfusporið 2013-2014

Málsnúmer 2013080206

Vakta málsnúmer

Samfélags- og mannréttindaráð - 141. fundur - 19.02.2014

Lögð fram til kynningar skýrsla um starfsemi Gæfusporsins á árinu 2013. Gæfusporið er meðferðarúrræði fyrir konur sem orðið hafa fyrir kynferðisofbeldi í æsku og er rekið af Starfsendurhæfingu Norðurlands samkvæmt samningi við Akureyrarbæ.

Samfélags- og mannréttindaráð - 169. fundur - 10.09.2015

Lagt var fram erindi dagsett 25. mars 2015 frá Starfsendurhæfingu Norðurlands, undirritað af Geirlaugu G. Björnsdóttur framkvæmdastjóra. Í erindinu sem upphaflega var sent til velferðarráðs er óskað eftir framlengingu á samningi um styrk til verkefnisins Gæfusporsins.
Framkvæmdastjóri greindi frá samskiptum við og nánari upplýsingum frá bréfritara og fyrirheiti sem gefið var í júlí eftir samráð og heimild frá ráðsmönnum.
Samfélags- og mannréttindaráð staðfestir fyrirheit um framlengingu samnings fyrir árið 2015. Styrkur nemur sömu upphæð og í fyrri samningi kr. 3,3 milljónir.
Framkvæmdastjóra falið að ganga frá samningi.

Samfélags- og mannréttindaráð - 189. fundur - 20.09.2016

Lagt fram minnisblað framkvæmdarstjóra samfélags- og mannréttindadeildar.
Samfélags- og mannréttindaráð samþykkir að veita verkefninu Gæfusporið kr. 600.000 styrk.