Samfélags- og mannréttindaráð

187. fundur 25. ágúst 2016 kl. 14:00 - 16:00 Fundarherbergi á 2. hæð í Rósenborg
Nefndarmenn
  • Silja Dögg Baldursdóttir formaður
  • Dagbjört Elín Pálsdóttir
  • Siguróli Magni Sigurðsson
  • Heiðrún Ósk Ólafsdóttir
  • Vilberg Helgason
Starfsmenn
  • Sigríður Stefánsdóttir framkvæmdastjóri samfélags- og mannréttindadeildar ritaði fundargerð
Dagskrá
Bergþóra Þórhallsdóttir D-lista boðaði forföll. Í hennar stað mætti Heiðrún Ósk Ólafsdóttir.
Hlín Garðarsdóttir áheyrnarfulltrúi Æ-lista boðaði forföll og varamaður gat ekki mætt.

1.Samfélags- og mannréttindadeild 2016

Málsnúmer 2016010180Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri mætti til viðræðna við ráðið og kynnti starfslok Sigríðar Stefánsdóttur framkvæmdastjóra frá næstu mánaðamótum.

Ráðið þakkar Sigríði Stefánsdóttur fyrir góða samvinnu og vel unnin störf.

2.Landsfundur jafnréttisnefnda sveitarfélaga 2016

Málsnúmer 2016050049Vakta málsnúmer

Landsfundur um jafnréttismál, landsfundur jafnréttisnefnda sveitarfélaganna, verður haldinn á Akureyri föstudaginn 16. september nk. Fundurinn er haldinn í samvinnu Akureyrarbæjar og Jafnréttisstofu. Dagskrá er í vinnslu. Daginn áður 15. september verður á Akureyri afmælisráðstefna Jafnréttisstofu og jafnréttisráðs í tilefni af 40 ára afmæli jafnréttislaga.
Ráðið mun mæta eftir því sem kostur er og hvetur starfsfólk Akureyrarbæjar og kjörna fulltrúa nefnda til að nýta þetta góða tækifæri til að fræðast um jafnréttismál.

3.Samfélags- og mannréttindadeild 2016 - félags- og tómstundamál

Málsnúmer 2016010179Vakta málsnúmer

Bergljót Jónasdóttir forstöðumaður tómstundamála kom á fundinn og ræddi hugmyndir um starfið í haust og vetur og sagði frá nýjung í starfi í Bugðusíðu í sumar á vegum Félags eldri borgara.
Ráðið lýsir yfir ánægju með starf Félags eldri borgara í félagsmiðstöðinni í Bugðusíðu í sumar og þakkar Bergljótu fyrir upplýsingar um starfið framundan.

4.Fjárhagsáætlun 2016- samfélags- og mannréttindaráð

Málsnúmer 2015090033Vakta málsnúmer

Lagt fram fjárhagsyfirlit janúar til júlí 2016 fyrir þá liði sem heyra undir ráðið.

Bergljót Jónasdóttir forstöðumaður tómstundamála sat fundinn undir þessum lið.

5.Fjárhagsáætlun 2016- samfélags- og mannréttindaráð

Málsnúmer 2015090033Vakta málsnúmer

Í samræmi við niðurstöðu aðgerðarhóps bæjarráðs voru lagðar fram til tillögur að viðauka við gildandi fjárhagsáætlun yfirstandandi árs.

Bergljót Jónasdóttir forstöðumaður tómstundamála sat fundinn undir þessum lið.
Ráðið samþykkir að vísa þessum tillögum til bæjarráðs.

Jafnframt er minnt á að þörf er að bæta inn í áætlun þjónustumiðstöðvar við Víðilund nauðsynlegu fé til að reka viðbótarhúsnæði. Ráðið felur framkvæmdastjóra að senda á ný upplýsingar til bæjarráðs og óskar eftir viðauka vegna þeirra.

6.Fjárhagsáætlun 2017 - samfélags- og mannréttindadeild

Málsnúmer 2016060048Vakta málsnúmer

Lagðar voru fram forsendur fjárhagsáætlunar Akureyrarbæjar fyrir árið 2017 ásamt tímaáætlun um vinnslu og samþykkt.
Ráðið felur forstöðumönnum og framkvæmdastjóra að undirbúa tillögur að fjárhagsáætlun næsta árs.

Fundi slitið - kl. 16:00.