Málsnúmer 2025031559Vakta málsnúmer
Umræða um gerð samfélagssáttmála um samfélagsmiðla- og skjánotkun barna hjá Akureyrarbæ.
Málshefjandi er Sunna Hlín Jóhannesdóttir.
Sunna Hlín Jóhannesdóttir og Gunnar Már Gunnarsson B-lista lögðu fram eftirfarandi tillögu:
Fræðslu- og lýðheilsusviði Akureyrarbæjar er falið, í samvinnu við hlutaðeigendur, að stýra vinnu við gerð samfélagssáttmála íbúa um samfélagsmiðlanotkun og skjánotkun barna. Jafnframt er sviðinu falið að leggja fram verkáætlun og kostnaðarmat fyrir fræðslu- og lýðheilsuráð og í framhaldinu bæjarráð áður en vinna við sáttmálann hefst. Fara skal í markvissa kynningu á vinnunni til að fá sem flesta að borðinu, svo sem börn og ungmenni, heimilin og foreldrafélög grunnskólanna, og í framhaldinu settir upp verkferlar við kynningu og eftirfylgni á samfélagssáttmálanum.
Til máls tóku Hilda Jana Gísladóttir, Sunna Hlín Jóhannesdóttir, Heimir Örn Árnason, Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir, Hulda Elma Eysteinsdóttir. Gunnar Már Gunnarsson, Halla Björk Reynisdóttir, Jón Hjaltason og Lára Halldóra Eiríksdóttir.
Hilda Jana Gísladóttir S-lista lagði fram breytingartillögu á tillögu Sunnu Hlínar Jóhannesdóttur og Gunnars Más Gunnarssonar þess efnis að í stað orðsins skjánotkun yrði notað orðið leikjanotkun.
Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista lagði fram breytingartillögu á tillögu sinni og Gunnars Más Gunnarssonar þess efnis að í stað orðsins skjánotkun yrði notað orðið skjátími.
Hilda Jana Gísladóttir S-lista dró breytingartillögu sína til baka.
Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista dró breytingartillögu sína til baka.