Bæjarstjórn

3550. fundur 01. október 2024 kl. 16:00 - 17:09 Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Heimir Örn Árnason 1. varaforseti
  • Geir Kristinn Aðalsteinsson
  • Inga Dís Sigurðardóttir
  • Jón Hjaltason
  • Ásrún Ýr Gestsdóttir
  • Gunnar Már Gunnarsson
  • Andri Teitsson
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Hulda Elma Eysteinsdóttir
  • Lára Halldóra Eiríksdóttir
  • Sunna Hlín Jóhannesdóttir
Starfsmenn
  • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri
  • Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Jón Þór Kristjánsson forstöðumaður þjónustu og þróunar
Dagskrá
Geir Kristinn Aðalsteinsson L-lista sat fundinn í forföllum Höllu Bjarkar Reynisdóttur.
Inga Dís Sigurðardóttir M-lista sat fundinn í forföllum Hlyns Jóhannssonar.

1.Breytingar í nefndum - fræðslu- og lýðheilsuráð

Málsnúmer 2024091440Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga Jóns Hjaltasonar óflokksbundins, um breytingu á skipan fulltrúa í fræðslu- og lýðheilsuráði. Jón Hjaltason verði aðalmaður í stað Tinnu Guðmundsdóttur.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.

2.Breytingar í nefndum - umhverfis- og mannvirkjaráð

Málsnúmer 2024091442Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga Jóns Hjaltasonar óflokksbundins, um breytingu á skipan áheyrnarfulltrúa í umhverfis- og mannvirkjaráði. Halla Birgisdóttir Ottesen verði áheyrnarfulltrúi í stað Jóns Hjaltasonar.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.

3.Breytingar í nefndum - umhverfis- og mannvirkjaráð

Málsnúmer 2024091441Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga Jóns Hjaltasonar óflokksbundins, um breytingu á skipan áheyrnarfulltrúa í umhverfis- og mannvirkjaráði. Jón Hjaltason verði varaáheyrnarfulltrúi í stað Höllu Birgisdóttur Ottesen.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.

4.Endurskoðun ársreikninga Akureyrarbæjar - útboð

Málsnúmer 2024070794Vakta málsnúmer

Liður 1 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 19. september 2024:

Lagt fram minnisblað dagsett 12. september 2024 varðandi útboð endurskoðunar ársreikninga Akureyrarbæjar og tengdra stofnana. Tilboð bárust frá fjórum aðilum.

Den Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti að semja við KPMG hf. um endurskoðun ársreikninga Akureyrarbæjar til næstu fimm ára og vísar málinu til bæjarstjórnar skv. 8. tölulið 58. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.
Bæjarstjórn samþykkir að semja við KPMG hf. um endurskoðun ársreikninga til næstu fimm ára.

5.Holtahverfi - breyting á aðalskipulagi vegna hjúkrunarheimilis

Málsnúmer 2024070455Vakta málsnúmer

Liður 4 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 25. september 2024:

Kynningu aðalskipulagstillögu á vinnslustigi skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er lokið og bárust engar athugasemdir við tillöguna en tvær umsagnir bárust frá sveitarstjórn Hörgársveitar ásamt Eyjafjarðarsveit. Í breytingunni felst að á svæði við Þursaholt verði heimilt að byggja hjúkrunarheimili auk þjónustu fyrir eldri borgara ásamt íbúðum. Verður uppbyggingin í samræmi við hugmyndafræði um lífsgæðakjarna. Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki fyrirliggjandi tillögu að aðalskipulagsbreytingu í samræmi við 3. mgr. 30. gr. og að hún verði auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Hulda Elma Eysteinsdóttir kynnti.
Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu að aðalskipulagsbreytingu og að hún verði auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

6.Breyting á aðalskipulagi - Reitur VÞ13 eða Naustagata 13

Málsnúmer 2024080332Vakta málsnúmer

Liður 1 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 14. ágúst 2024:

Með vísun í afgreiðslu skipulagsráðs á fundi 10. júlí 2024 er lögð fram tillaga að lýsingu aðalskipulagsbreytingar sem nær til verslunar- og þjónustusvæðis merkt VÞ13.

Í lýsingunni kemur fram að á svæðinu verði heimilt að vera með blandaða byggð verslunar- og þjónustu og íbúðarsvæðis. Er miðað við að hús geti verið allt að 5 hæðir og að íbúðir verði á efri hæðum.

Halla Björk Reynisdóttir L-lista bar upp vanhæfi við afgreiðslu málsins og var það samþykkt. Vék hún af fundi undir umræðum og við afgreiðslu máls.

Meirihluti skipulagsráðs gerir ekki athugasemd við lýsinguna. Ráðið leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki lýsinguna og að hún verði kynnt skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Helgi Sveinbjörn Jóhannsson M-lista situr hjá við afgreiðslu málsins.

Heimir Örn Árnason kynnti.

Til máls tóku Hilda Jana Gísladóttir, Andri Teitsson, Jón Hjaltason, Sunna Hlín Jóhannesdóttir og Ásrún Ýr Gestsdóttir.
Bæjarstjórn samþykkir framlagða lýsingu aðalskipulagsbreytingar með sex atkvæðum og að hún verði kynnt skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.


Hilda Jana Gísladóttir S-lista og Ásrún Ýr Gestsdóttir V-lista greiða atkvæði gegn tillögunni.


Andri Teitsson L-lista, Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista og Gunnar Már Gunnarsson B-lista sitja hjá.


Bæjarfulltrúar Heimir Örn Árnason D-lista, Hulda Elma Eysteinsdóttir L-lista, Lára Halldóra Eiríksdóttir D-lista, Inga Dís Sigurðardóttir M-lista, Geir Kristinn Aðalsteinsson L-lista og Jón Hjaltason óháður óska bókað;

Við teljum ríka hagsmuni fyrir sveitarfélagið að uppbygging á umræddri lóð hefjist sem fyrst og að þar rísi húsnæði fyrir þjónustufyrirtæki. Breytingarnar sem verið er að óska eftir samræmast vel því skipulagi sem unnið er að á lóðum austan Naustagötu 13 og falla vel að markmiðum um aukna uppbyggingu íbúða sem kallað er eftir á landsvísu. Við samþykkjum því breytingu á skipulaginu en teljum þó mikilvægt að byggingarréttargjald verði sett á íbúðafermetra til samræmis við aðrar lóðir í sveitarfélaginu s.s. Móahverfi.


Hilda Jana Gísladóttir S-lista óskar bókað:

Það er óboðlegt að bæjarstjórn gæti ekki jafnræðis við úthlutun takmarkaðra gæða almennings, nema að fyrir því séu sérstök, málefnanleg og gild sjónarmið. Þar sem slík sjónarmið eru ekki fyrir hendi í þessu máli, þá getur ákvörðunin varla staðist skoðun. Það getur ekki verið réttlætanlegt að einum aðila sé gert kleift að gjörbreyta gildandi skipulagi, úr lóð þar sem byggja má hús á einni hæð fyrir verslun og þjónustu, yfir í fimm hæða hús fyrir verslun, þjónustu og íbúðir á efri hæðum, án þess að fyrir því séu mjög sterk, sérstök, málefnanleg og gild sjónarmið. Eðlilegt hefði verið að öllum hefði gefist kostur á að sækjast eftir umræddri lóð á gjörbreyttum forsendum, enda geta þær breytingar sem hér um ræðir haft veruleg áhrif á verðmæti lóðarinnar. Ég mótmæli því harðlega þeirri leið sem meirihluti bæjarstjórnar leggur til hér í dag og greiði atkvæði gegn þessum gjörningi. Það breytir því þó ekki að ég tel mikilvægt að koma upp verslun og þjónustu á umræddu svæði hið fyrsta og tel að hægt hefði verið að gæta jafnræðis og flýta fyrir uppbyggingu t.d. með því að auglýsa lóðina sem þróunarreit.


Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista óskar bókað:

Það hefur verið vilji til þess að breyta skipulagi lóðar 13 eða verslunar- og þjónustulóðar á mörkum Nausta- og Hagahverfis í einhvern tíma þar sem nú er gert ráð fyrir einnar hæðar verslunarhúsi og stóru bílastæði. Í því samhengi hefur verið nefnt að þarna gæti risið húsnæði í anda Kaupangs. Sú hugmynd sem lóðarhafi hefur kynnt fyrir skipulagsráði er mikil breyting á upprunalegu skipulagi og ég óttast að bílakjallari og lítið bílastæðamagn, sem og fjöldi íbúða á 5 hæðum, muni rýra möguleika þess að minni rekstraraðilar hefji þarna rekstur. Eins tel ég óeðlilegt að einum aðila sé heimilt að breyta skipulagi svo verulega og jafnræðis því ekki gætt. Skipulagsráð bókaði í febrúar að ekki yrði framlengur frestur til að hefja framkvæmdir á lóðinni og var það skilningur minn að vilji væri til þess að breyta skipulagi lóðarinnar og auglýsa hana aftur. Að öllum yrði gert kleift að sækja um hana á breyttum forsendum. Þeirri ákvörðun var svo snúið í skipulagsráði í apríl þegar málið var tekið upp aftur án breyttra forsenda. Vinnubrögð sem eru okkur ekki til framdráttar.

7.Umhverfis- og orkustofnun á Akureyri

Málsnúmer 2024091458Vakta málsnúmer

Rætt um tilkomu nýrrar stofnunar sem tekur við starfsemi Orkustofnunar og hluta af starfsemi Umhverfisstofnunar. Höfuðstöðvar Umhverfis- og orkustofnunar verða á Akureyri og hefst starfsemi um næstu áramót.

Heimir Örn Árnason kynnti.

Til máls tók Gunnar Már Gunnarsson.
Bæjarstjórn fagnar ákvörðun umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra um að höfuðstöðvar nýrrar Umhverfis- og orkustofnunar verði staðsettar á Akureyri. Ákvörðunin felur í sér mikil tækifæri ekki aðeins fyrir íbúa Norðurlands heldur einnig fyrir landsbyggðina alla og íslenskt samfélag. Það að þekkingarstofnanir festi rætur á landsbyggðinni er rétt og mikilvægt skref sem stuðlar að öflugri byggðaþróun. Það er sérstök ástæða fyrir okkur Norðlendinga að gleðjast enda eru þetta stór tíðindi fyrir okkur öll.

8.Tónatröð 2-14 - breyting á deiliskipulagi Spítalavegar

Málsnúmer 2021110358Vakta málsnúmer

Rætt um stöðu breytinga á deiliskipulagi Spítalavegar. Bæjarstjórn samþykkti 7. febrúar 2023 að kynna drög að deiliskipulagi og samsvarandi drög að breytingu aðalskipulags.

Málshefjandi er Sunna Hlin Jóhannesdóttir og lagði fram svofellda tillögu:

Bæjarstjórn dregur til baka ákvörðun sína frá 7. febrúar 2023 þar sem samþykkt var að kynna drög að deiliskipulagi skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og samsvarandi drög að breytingu aðalskipulags við Spítalaveg.

Til máls tók Andri Teitsson og lagði fram svofellda tillögu f.h. meirihluta bæjarstjórnar:

Í ljósi þess hversu langur tími er liðinn frá ákvörðun meirihluta bæjarstjórnar um að vinna að breytingu á deiliskipulagi við Tónatröð án árangurs, felur bæjarstjórn bæjarráði að fara yfir fjárhagshliðina á verkefninu og taka ákvörðun um framhaldið.

Þá tóku til máls Hilda Jana Gísladóttir, Heimir Örn Árnason og Sunna Hlín Jóhannesdóttir.


Í upphafi þessa dagskrárliðar vakti Jón Hjaltason óháður á því athygli að hann teldi sig vanhæfan að fjalla um þennan lið.

Með vísan til 7. mgr. 20. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 var meint vanhæfi lagt upp til atkvæða fyrir bæjarstjórn og var það samþykkt með 10 samhljóða atkvæðum.

Jón Hjaltason óháður vék af fundi við umræðu og afgreiðslu málsins.



Tillaga Sunnu Hlínar Jóhannesdóttur var borin upp til atkvæða. Þrír greiða atkvæði með tillögunni. Heimir Örn Árnason D-lista, Lára Halldóra Eiríksdóttir D-lista, Andri Teitsson L-lista, Hulda Elma Eysteinsdóttir L-lista, Geir Kristinn Aðalsteinsson L-lista og Inga Dís Sigurðardóttir M-lista greiða atkvæði gegn tillögunnni. Tillagan felld.


Tillaga meirihluta bæjarstjórnar var borin upp til atkvæða. Sex greiða atkvæði með tillögunni. Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista, Gunnar Már Gunnarsson B-lista, Hilda Jana Gísladóttir S-lista og Ásrún Ýr Gestsdóttir V-lista sitja hjá.

9.Skýrsla bæjarstjóra

Málsnúmer 2023010626Vakta málsnúmer

Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri fór yfir helstu atriði í störfum sínum frá síðasta fundi bæjarstjórnar.
Eftirtaldar fundargerðir eru lagðar fram til kynningar:

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa 18. og 26. september 2024
Bæjarráð 19. og 26. september 2024
Fræðslu- og lýðheilsuráð 11. september 2024
Skipulagsráð 25. september 2024
Umhverfis- og mannvirkjaráð 17. september 2024

Hægt er að nálgast fundargerðirnar á heimasíðu Akureyrarbæjar: https://www.akureyri.is/is/stjornkerfi/stjornsysla/fundargerdir

Fundi slitið - kl. 17:09.