Ósk um hækkun á fjárframlagi Akureyrarbæjar til KFUM&K á Akureyri

Málsnúmer 2023090138

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 37. fundur - 12.09.2023

Lagt fram bréf frá KFUM og K á Akureyri dagsett 28. ágúst 2023 um ósk um hækkun á fjárframlagi Akureyrarbæjar.


Áheyrnarfulltrúar: Anna Lilja Sævarsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Anna Bergrós Arnarsdóttir fulltrúi grunnskólastjóra, Harpa Hjartardóttir fulltrúi leikskólakennara, Pollý Rósa Brynjólfsdóttir fulltrúi grunnskólakennara, Aðalbjörn Hannesson fulltrúi foreldra leikskólabarna og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð þakkar KFUM og K á Akureyri fyrir erindið og vísar því til vinnu við fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2024.

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 59. fundur - 25.09.2024

Jóhann Þorsteinsson kynnti starfsemina og fyrirhugaðar breytingar hjá KFUM og KFUK. Samhliða því var óskað eftir hækkun framlags Akureyrarbæjar til starfseminnar.


Áheyrnarfulltrúar: Inda Björk Gunnarsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Maríanna Kristín Ragnarsdóttir fulltrúi grunnskólastjóra, Sóley Kjerúlf Svansdóttir fulltrúi leikskólakennara, Hulda Guðný Jónsdóttir fulltrúi grunnskólakennara og Bjarki Orrason fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð þakkar kynninguna og felur sviðsstjóra að gera drög að þriggja ára samningi og leggja fyrir ráðið.

Ungmennaráð - 56. fundur - 06.11.2024

Rætt var um minnisblað KFUM og KFUK sem lagt var fyrir fræðslu- og lýðheilsuráð þann 25. september sl.