Velferðarráð

1394. fundur 13. nóvember 2024 kl. 14:00 - 15:30 Fundarsalur á 2. hæð í Glerárgötu 26
Nefndarmenn
  • Hulda Elma Eysteinsdóttir formaður
  • Lára Halldóra Eiríksdóttir
  • Hólmgeir Karlsson
  • Guðbjörg Anna Björnsdóttir
  • Snæbjörn Ómar Guðjónsson
  • Elsa María Guðmundsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Tinna Guðmundsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Karólína Gunnarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs
  • Ingólfur Örn Helgason fundarritari
Fundargerð ritaði: Ingólfur Helgason fundarritari
Dagskrá

1.Lífsgæðakjarni fyrir eldri borgara

Málsnúmer 2023090027Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar skýrsla vinnuhóps vegna uppbyggingar á lífsgæðakjarna fyrir eldri borgara.

Hulda Elma Eysteinsdóttir bæjarfulltrúi sat í vinnuhópnum og kynnti skýrsluna ásamt Karli Erlendssyni formanni Ebak.

2.NPA - tímagjald 2025

Málsnúmer 2024090146Vakta málsnúmer

Lagt fram til samþykktar nýtt tímagjald í NPA þjónustu fyrir árið 2025.
Velferðarráð samþykkir tímagjald í NPA þjónustu fyrir árið 2025.

3.Samstarfssamningur um þjónustu Grófarinnar á Akureyri

Málsnúmer 2023100644Vakta málsnúmer

Lagður fram til samþykktar samstarfssamningur um þjónustu Grófarinnar á Akureyri.
Samstarfssamningur um þjónustu Grófarinar á Akureyri var ekki samþykktur, heldur lagður fram til frekari skoðunar.

4.Innleiðing á endurskoðuðu örorkulífeyriskerfi - samningur samstarfsaðila

Málsnúmer 2024101028Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar samningur um samstarf þjónustuaðila á sviði endurhæfingar.

5.Munum leiðina - fjólublái bekkurinn

Málsnúmer 2024110079Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Alzheimersamtökunum þar sem bent er á verkefnið "Fjólublái bekkurinn" sem er áminning um vitundarvakningu Alzheimersamtakanna.
Velferðarráð tekur vel í að komið verði upp fjólubláum bekk í bænum sem áminningu um vitundarvakningu Alzheimersamtakanna. Málinu vísað áfram til umhverfis- og mannvirkjasviðs til frekari vinnslu.

6.Velferðarráð - fundaáætlun 2023 - 2025

Málsnúmer 2022110653Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að fundaáætlun velferðarráðs fyrir árið 2025.

Fundi slitið - kl. 15:30.