Málsnúmer 2023040631Vakta málsnúmer
Liður 8 í fundargerð fræðslu- og lýðheilsuráðs dagsettri 24. apríl 2023:
Lagt fram til kynningar minnisblað um valfrjálsa daga í leikskólum Akureyrarbæjar.
Áheyrnarfulltrúar: Björg Sigurvinsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Daníel Sigurður Eðvaldsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Ingi Jóhann Friðjónsson fulltrúi leikskólakennara, Hafdís Erna Ásbjarnardóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð tekur vel í hugmyndina um að taka upp valfrjálsa daga frá og með ágúst 2023 og vísar erindinu til bæjarráðs.
Í bæjarráði var rætt um mögulegar leiðir til styttingar vinnuvikunnar í leikskólum.
Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri mannauðssviðs og Kristín Jóhannesdóttir sviðsstjóri fræðslu- og lýðheilsusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.