Málsnúmer 2024020300Vakta málsnúmer
Samráðshópurinn tók fyrir reglur um asktursþjónustu nýlega. Á þeim fundi kom fram að hópurinn leggur áherslu á að akstursþjónustan geti veitt þá þjónustu sem henni er ætlað að veita og til að svo geti orðið verði fleiri bílum bætt við í þjónustuna. Einnig mikilvægt að skoða þá útfærslu að hægt sé að nota ferðakort allan sólarhringinn sem myndi þá minnka álag á ferlibílana.
Engilbert Ingvarsson verkstjóri strætisvagna/ferliþjónustu sat fundinn undir þessum lið og veitti upplýsingar um þjónustuna.