Minnisblað vegna barngilda í leikskólum og betri vinnutíma

Málsnúmer 2022120508

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 22. fundur - 19.12.2022

Lagt fram minnisblað vegna barngilda í leikskólum og betri vinnutíma í kjölfar erindis skólastjóra leikskóla.


Áheyrnarfulltrúar: Björg Sigurvinsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Ragna Kristín Jónsdóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna, Daníel Sigurður Eðvaldsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Ingi Jóhann Friðjónsson fulltrúi leikskólakennara, Ólöf Inga Andrésdóttir fulltrúi grunnskólastjóra, Pollý Rósa Brynjólfsdóttir fulltrúi grunnskólakennara og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.

Starfsmaður: Sesselja Sigurðardóttir leikskólaráðgjafi.
Fræðslu- og lýðheilsuráð felur sviðsstjóra að gera áætlun um forgangsröðun verkefna vegna erindis skólastjóra leikskóla.

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 23. fundur - 16.01.2023

Á 22. fundi fræðslu- og lýðheilsuráðs sem haldinn var þann 19. desember 2022 var sviðsstjóra fræðslu- og lýðheilsusviðs falið að gera áætlun um forgangsröðun verkefna vegna erindis skólastjóra leikskóla. Meðfylgjandi eru þrjár tillögur um forgangsröðun verkefna.


Áheyrnarfulltrúar: Andrea Ösp Andradóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna, Björg Sigurvinsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Daníel Sigurður Eðvaldsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Ingi Jóhann Friðjónsson fulltrúi leikskólakennara og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð felur sviðsstjóra fræðslu- og lýðheilsusviðs að vinna málið áfram í samstarfi við sviðsstjóra fjármálasviðs.

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 28. fundur - 27.03.2023

Lögð fram ósk um viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2023 til að mæta betri vinnutíma í leikskólum.


Áheyrnarfulltrúar: Björg Sigurvinsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Daníel Sigurður Eðvaldsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Ingi Jóhann Friðjónsson fulltrúi leikskólakennara, Hafdis Erna Ásbjarnardóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð vísar erindinu til síðari umræðu í ráðinu.

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 29. fundur - 03.04.2023

Lögð fram ósk um viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2023 til að mæta betri vinnutíma í leikskólum. Fræðslu- og lýðheilsuráð tók málið fyrir á 28. fundi sínum þann 27. mars 2023 og vísaði erindinu til síðari umræðu í ráðinu.


Áheyrnarfulltrúar: Aðalbjörn Hannesson fulltrúi foreldra leikskólabarna, Anna Bergrós Arnarsdóttir fulltrúi grunnskólastjóra, Anna Lilja Sævarsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Daníel Sigurður Eðvaldsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Ingi Jóhann Friðjónsson fulltrúi leikskólakennara, Pollý Rósa Brynjajólfsdóttir fulltrúi grunnskólakennara og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir að óska eftir viðauka við fjárhagsáætlun að fjárhæð 63 m.kr. vegna málsins. Málinu er vísað til bæjarráðs.

Bæjarráð - 3805. fundur - 13.04.2023

Liður 3 í fundargerð fræðslu- og lýðheilsuráðs dagsettri 3. apríl 2023:

Lögð fram ósk um viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2023 til að mæta betri vinnutíma í leikskólum. Fræðslu- og lýðheilsuráð tók málið fyrir á 28. fundi sínum þann 27. mars 2023 og vísaði erindinu til síðari umræðu í ráðinu.

Áheyrnarfulltrúar: Aðalbjörn Arnarsdóttir fulltrúi grunnskólastjóra, Anna Lilja Sævarsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Daníel Sigurður Eðvaldsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Ingi Jóhann Friðjónsson fulltrúi leikskólakennara, Pollý Rósa Brynjólfsdóttir fulltrúi grunnskólakennara og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.

Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir að óska eftir viðauka við fjárhagsáætlun að fjárhæð 63 m.kr. vegna málsins. Málinu er vísað til bæjarráðs.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs, Kristín Jóhannesdóttir sviðsstjóri fræðslu- og lýðheilsusviðs og Bjarki Ármann Oddsson forstöðumaður skrifstofu fræðslu- og lýðheilsusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að gerður verði viðauki við fjárhagsáætlun vegna málsins að fjárhæð 63 milljónir og felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að vinna viðaukann.