Bæjarráð

3862. fundur 19. september 2024 kl. 08:15 - 09:03 Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Heimir Örn Árnason formaður
  • Hulda Elma Eysteinsdóttir varaformaður
  • Hlynur Jóhannsson
  • Sunna Hlín Jóhannesdóttir
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Jón Hjaltason áheyrnarfulltrúi
  • Ásrún Ýr Gestsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Jón Þór Kristjánsson forstöðumaður þjónustu og þróunar
Dagskrá

1.Endurskoðun ársreikninga Akureyrarbæjar - útboð

Málsnúmer 2024070794Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað dagsett 12. september 2024 varðandi útboð endurskoðunar ársreikninga Akureyrarbæjar og tengdra stofnana. Tilboð bárust frá fjórum aðilum.

Den Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti að semja við KPMG hf. um endurskoðun ársreikninga Akureyrarbæjar til næstu fimm ára og vísar málinu til bæjarstjórnar skv. 8. tölulið 58. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.

2.Skógarlundur - beiðni um viðauka

Málsnúmer 2024081621Vakta málsnúmer

Liður 5 í fundargerð velferðarráðs dagsettri 11. september 2024:

Til að mæta þjónustuþörf nýrra skjólstæðinga og uppfylla þær kröfur sem gerðar eru til starfseminnar er óskað eftir að velferðarráð samþykki viðauka upp á kr. 7 milljónir fyrir árið 2024.

Kolbeinn Aðalsteinsson forstöðumaður sat fundinn undir þessum lið.

Velferðarráð samþykkir viðaukann fyrir sitt leyti og vísar til bæjarráðs.

Karólína Gunnarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að gerður verði viðauki við fjárhagsáætlun ársins 2024 að fjárhæð kr. 7 milljónir vegna málsins og felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að vinna viðaukann.

3.Barnamenningarhátíð 2025

Málsnúmer 2024090963Vakta málsnúmer

Umræða um hvort leggja skuli til grundvallar sérstakar áherslur við mat á umsóknum í barnamenningarsjóð vegna hátíðarinnar á næsta ári.

Jafnframt er lögð fram tillaga að breytingu á dagsetningu í verklagsreglum Barnamenningarhátíðar, sem hér segir:

Í 7 gr. segir:

Í ágúst er hægt að nálgast rafræna umsókn í íbúagátt Akureyrarbæjar og er umsóknarfresturinn 10 vikur.

Lagt er til að þetta breytist í:

Í síðasta lagi þann 1. október verður opnað á rafræn umsóknareyðublöð í þjónustugátt Akureyrarbæjar og er umsóknarfresturinn 10 vikur.

Þórgnýr Dýrfjörð forstöðumaður atvinnu- og menningarmála og Elísabet Ögn Jóhannsdóttir verkefnastjóri menningarmála sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu að breytingu á verklagsreglum Barnamenningarhátíðar.

4.Þjónustusamningur um rekstur almenningsbókasafns

Málsnúmer 2024090752Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi dagsett 13. september 2024 þar sem Þórunn Sif Harðardóttir sveitarstjóri f.h. sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps óskar eftir því að hefja viðræður við Akureyrarbæ um þjónustusamning vegna reksturs almenningsbókasafns. Sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps hefur ákveðið að loka almenningsbókasafni sveitarfélagsins frá og með 1. nóvember 2024.
Bæjarráð samþykkir að hefja viðræður við Svalbarðsstrandarhrepp og felur bæjarlögmanni að vinna málið áfram.

5.Samtök orkusveitarfélaga - aðalfundur 2024

Málsnúmer 2022100367Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 10. september 2024 þar sem Gréta Mar Jósepsdóttir f.h. Samtaka orkusveitarfélaga boðar til aðalfundar 9. október næstkomandi kl. 13. Í kjölfar aðalfundar verður svo Orkufundur samtakanna haldinn.

Ef sveitarfélög hafa áhuga á að ganga í Samtök orkusveitarfélaga þarf að senda erindi þess efnis til stjórnar samtakanna þannig að hægt sé að taka erindið fyrir á aðalfundi.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að sækja fundinn fyrir hönd Akureyrarbæjar.

6.Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra SSNE - fundargerðir stjórnar 2024

Málsnúmer 2024010315Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 65. fundar stjórnar Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra frá 4. september 2024.

7.Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - fundargerðir 2024

Málsnúmer 2024010317Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 951. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 30. ágúst 2024.

Fundi slitið - kl. 09:03.