Málsnúmer 2024090963Vakta málsnúmer
Umræða um hvort leggja skuli til grundvallar sérstakar áherslur við mat á umsóknum í barnamenningarsjóð vegna hátíðarinnar á næsta ári.
Jafnframt er lögð fram tillaga að breytingu á dagsetningu í verklagsreglum Barnamenningarhátíðar, sem hér segir:
Í 7 gr. segir:
Í ágúst er hægt að nálgast rafræna umsókn í íbúagátt Akureyrarbæjar og er umsóknarfresturinn 10 vikur.
Lagt er til að þetta breytist í:
Í síðasta lagi þann 1. október verður opnað á rafræn umsóknareyðublöð í þjónustugátt Akureyrarbæjar og er umsóknarfresturinn 10 vikur.
Þórgnýr Dýrfjörð forstöðumaður atvinnu- og menningarmála og Elísabet Ögn Jóhannsdóttir verkefnastjóri menningarmála sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.