Bæjarráð

3722. fundur 08. apríl 2021 kl. 08:15 - 11:00 Fjarfundur
Nefndarmenn
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður
  • Gunnar Gíslason
  • Halla Björk Reynisdóttir
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Hlynur Jóhannsson
  • Sóley Björk Stefánsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri
  • Elín Dögg Guðjónsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Kristín Sóley Sigursveinsdóttir forstöðumaður upplýsinga- og þjónustudeildar
Dagskrá

1.Torfunefsbryggja - endurbygging

Málsnúmer 2019110172Vakta málsnúmer

Rætt um skipulagningu á endurnýjun Torfunefsbryggju.

Meðfylgjandi var minnisblað Péturs Ólafssonar hafnarstjóra Hafnasamlags Norðurlands bs., dagsett 12. nóvember 2019, um endurbyggingu Torfunefsbryggju.

Málið var áður á dagskrá bæjarráðs 21. nóvember 2019.

Pétur Ólafsson hafnarstjóri, Þorsteinn Hlynur Jónsson formaður stjórnar HN, Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður og Pétur Ingi Haraldsson sviðsstjóri skipulagssviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir með fimm samhljóða atkvæðum að veita Hafnasamlaginu eignarlóð sem til verður við stækkun á Torfunefsbryggju og felur sviðsstjóra skipulagssviðs að afmarka reitinn og bæjarlögmanni að útbúa drög að samstarfssamningi sem lagður verði fyrir bæjarráð og stjórn Hafnasamlags Norðurlands.

2.Hofsbót 2 - auglýsing lóðar

Málsnúmer 2021031834Vakta málsnúmer

Liður 27. í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 31. mars 2021:

Lagt fram mæliblað af lóðinni Hofsbót 2, sem er í samræmi við gildandi deiliskipulag miðbæjar og einnig tillögu að breytingu á deiliskipulagi miðbæjarins sem nú er í auglýsingu.

Skipulagsráð leggur til við bæjarráð að byggingarréttur á lóðinni Hofsbót 2 verði boðinn út til samræmis við ákvæði gr. 3.2 í reglum um úthlutun lóða og að sviðsstjóra skipulagssviðs verði falið að útfæra útboðsskilmála í samráði við bæjarlögmann. Einnig er lagt til við bæjarstjórn að gatnagerðargjald fyrir lóðina verði 15% sbr. ákvæði 5.2.

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður og Pétur Ingi Haraldsson sviðsstjóri skipulagssviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir með fimm samhljóða atkvæðum að byggingarréttur á lóðinni Hofsbót 2 verði boðinn út í samræmi við ákvæði gr. 3.2 í reglum um úthlutun lóða og felur sviðsstjóra skipulagssviðs að útfæra úboðsskilmála í samráði við bæjarlögmann.

3.Íbúakosning um skipulag Oddeyrar

Málsnúmer 2021031584Vakta málsnúmer

Farið var yfir stöðu málsins og næstu skref.

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður, Pétur Ingi Haraldsson sviðsstjóri skipulagssviðs og Jón Þór Kristjánsson verkefnastjóri upplýsingamiðlunar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

4.Hesjuvellir - fyrirspurn til skipulagssviðs vegna skilgreiningar á landskika

Málsnúmer 2021040024Vakta málsnúmer

Lagt fram samþykki tilboðs og drög að afsali vegna kaupa bæjarins á hluta af landi jarðarinnar Hesjuvalla.

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður og Pétur Ingi Haraldsson sviðsstjóri skipulagssviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Meirihluti bæjarráðs samþykkir framlögð drög að afsali og kaup bæjarins á hluta af landi jarðarinnar Hesjuvalla, kaupverð 25 milljónir króna með þremur atkvæðum gegn atkvæði Hlyns Jóhannssonar M-lista. Guðmundur Baldvin Guðmundsson B-lista sat hjá við afgreiðslu málsins.

Bæjarráð felur bæjarlögmanni að útbúa afsal. Jafnframt felur bæjarráð sviðsstjóra fjársýslusviðs að útbúa viðauka vegna málsins og leggja fyrir bæjarráð.

Gunnar Gíslason D-lista, Halla Björk Reynisdóttir L-lista, Hilda Jana Gísladóttir S-lista og Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista óska bókað:

Um er að ræða landsvæði norður af skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli sem er bæði útivistarsvæði og vatnsverndarsvæði. Á útivistarsvæðinu er hluti gönguskíðabrautar sem er kostnaðarsamt að færa, en leigusamningi hefur verið sagt upp. Miðað við þær upplýsingar sem fyrir liggja er mun kostnaðarsamara að færa gönguskíðabrautina til en það verð sem sett er á landið. Við teljum einnig mikilvægt að landið sé í eigu Akureyrarbæjar vegna frekari uppbyggingar á svæðinu til útivistar. Í ljósi þessa teljum við að það þjóni hagsmunum Akureyrarbæjar og íbúa best að taka fyrirliggjandi tilboði eigenda Hesjuvalla.

Hlynur Jóhannsson M-lista óskar bókað:

Þegar þetta land sem um ræðir var boðið Norðurorku eða Akureyrarbæ til kaups komust aðilar að samkomulagi um að fá óháðan aðila til að meta landið og ekki bara einn heldur tvo. Þegar verðið kom gekk landeigandi út úr samkomulaginu og setti sinn eigin verðmiða á landið og minnkaði það í leiðinni. Ég tel að bæjarfulltrúar eigi ekki að láta stilla sér upp við vegg með þessum hætti og því síður að þeir eigi að útdeila fjármunum bæjarins með þessum hætti. Ekki hefur verið fullkannað hvort hægt sé að breyta þessari einu gönguskíðaleið sem þarna liggur í gegn og er þessi ákvörðun því tekin á afar veikum grunni.

5.Samningur milli Sjúkratrygginga Íslands og Akureyrarbæjar um þjónustu Öldrunarheimila Akureyrar

Málsnúmer 2020040564Vakta málsnúmer

Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri fór yfir stöðu mála varðandi yfirfærslu rekstrar Öldrunarheimila Akureyrar.

6.Styrktarsjóður EBÍ 2021

Málsnúmer 2021040049Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 26. mars 2021 frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands (EBÍ) varðandi umsóknir í styrktarsjóð EBÍ 2021. Aðildarsveitarfélag sendir aðeins inn eina umsókn sem skila ber á þar til gerðu eyðublaði. Umsóknir skulu vera vegna sérstakra framfaraverkefna á vegum sveitarfélaganna en ekki vegna almennra rekstrarverkefna þeirra. Vakin er athygli á því að í reglum úthlutunarsjóðs er kveðið á um að sveitarfélag geti að öllu jöfnu ekki fengið úthlutað styrk tvö ár í röð. Umsóknarfrestur er til aprílloka.
Bæjarráð hvetur ráð og svið bæjarins til að skoða verkefni sem falla undir reglur sjóðsins og senda tillögur til bæjarstjóra fyrir 25. apríl nk.

7.Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - fundargerðir 2021

Málsnúmer 2021020095Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 896. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dagsett 29. mars 2021. Fundargerðina má finna á eftirfarandi vefslóð: https://www.samband.is/um-sambandid/skipulag/fundargerdir/

8.Frumvarp til laga um almannavarnir (almannavarnastig o.fl.), 622. mál

Málsnúmer 2021032061Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 27. mars 2021 frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um almannavarnir (almannavarnastig o.fl.), 622. mál 2021.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 9. apríl nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.

Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/151/s/1077.html

Fundi slitið - kl. 11:00.