Bæjarráð

3724. fundur 29. apríl 2021 kl. 08:15 - 10:46 Fjarfundur
Nefndarmenn
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður
  • Gunnar Gíslason
  • Halla Björk Reynisdóttir
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Hlynur Jóhannsson
  • Sóley Björk Stefánsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri
  • Kristín Sóley Sigursveinsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Kristín Sóley Sigursveinsdóttir forstöðumaður upplýsinga- og þjónustudeildar
Dagskrá

1.Stjórnsýslubreytingar 2021

Málsnúmer 2021041274Vakta málsnúmer

Rætt um skipulagsbreytingar.

Helga Hlín Hákonardóttir og Guðrún Ragnarsdóttir ráðgjafar hjá Strategíu ehf., Hulda Sif Hermannsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra og bæjarfulltrúarnir Eva Hrund Einarsdóttir, Heimir Haraldsson, Ingibjörg Ólöf Isaksen og Þórhallur Jónsson sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna málið áfram.

2.Ársreikningur Akureyrarbæjar fyrir árið 2020 - síðari umræða

Málsnúmer 2020090157Vakta málsnúmer

Síðari umræða um ársreikning Akureyrarbæjar fyrir árið 2020.

Bæjarfulltrúarnir Eva Hrund Einarsdóttir, Heimir Haraldsson, Ingibjörg Ólöf Isaksen og Þórhallur Jónsson sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir með fimm samhljóða atkvæðum að vísa ársreikningi Akureyrarbæjar fyrir árið 2020 til síðari umræðu í bæjarstjórn.

3.Greining á fjármálum sveitarfélaga í kjölfar COVID-19

Málsnúmer 2020050618Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 13. apríl 2021 frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um áframhaldandi greiningu á áhrifum COVID-19 á rekstur sveitarfélaga og upplýsingaöflun um fjárhagsstöðu einstakra sveitarfélaga á árinu 2021.
Bæjarráð felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að svara erindinu.

4.Sumarstörf fyrir námsmenn - átaksverkefni á vegum ríkis og sveitarfélaga 2021

Málsnúmer 2021041197Vakta málsnúmer

Umfjöllun um atvinnuátaksverkefni fyrir námsmenn sumarið 2021 í samvinnu við Vinnumálastofnun.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs og Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur sviðsstjóra stjórnsýslusviðs og sviðsstjóra samfélagssviðs að auglýsa atvinnuátaksverkefni fyrir námsmenn í samvinnu við Vinnumálastofnun.

5.Tillögur um styttingu vinnuviku dagvinnufólks

Málsnúmer 2020110775Vakta málsnúmer

Lögð fram ný tillaga að fyrirkomulagi styttingar vinnuvikunnar hjá starfsfólki í dagvinnu hjá Plastiðjunni Bjargi-Iðjulundi og Hríseyjarskóla.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð staðfestir hér með niðurstöðu samtals um skipulag vinnutíma dagvinnufólks hjá Plastiðjunni Bjargi-Iðjulundi sem gildir frá 13. maí 2021 og Hríseyjarskóla sem gildir frá 1. janúar 2021.

6.Fjársýslusvið - breyting á skipuriti

Málsnúmer 2021030536Vakta málsnúmer

Liður 2 í fundargerð kjarasamninganefndar dagsettri 27. apríl 2021:

Bæjarráð bókaði á fundi sínum 11. mars 2021:

Lögð fram tillaga að breytingu á skipuriti fjársýslusviðs.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti tillögu að breytingu á skipuriti fjársýslusviðs og vísar málinu til kjarasamninganefndar.

Kjarasamninganefnd leggur til við bæjarráð að greitt verði stjórnendaálag fyrir nýtt starf forstöðumanns hag- og áætlanadeildar á fjársýslusviði frá 1. apríl 2021.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir með fimm samhljóða atkvæðum að greitt verði stjórnendaálag fyrir nýtt starf forstöðumanns hag- og áætlanadeildar á fjársýslusviði frá 1. apríl 2021.

7.Betri vinnutími - Þrastarlundur

Málsnúmer 2021041144Vakta málsnúmer

Liður 5 í fundargerð kjarasamninganefndar dagsettri 27. apríl 2021:

Kynnt tillaga að tímabundnu samkomulagi við Einingu-Iðju vegna innleiðingar á Betri vinnutíma í Þrastarlundi.

Kjarasamninganefnd leggur til við bæjarráð að tillaga að tímabundnu samkomulagi við Einingu-Iðju vegna innleiðingar Betri vinnutíma vaktavinnufólks í Þrastarlundi verði samþykkt.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir með fimm samhljóða atkvæðum tillögu að tímabundnu samkomulagi við Einingu-Iðju vegna innleiðingar á Betri vinnutíma í Þrastarlundi.

8.Lífeyrissjóður starfsmanna Akureyrarbæjar - samþykktarbreytingar

Málsnúmer 2021041299Vakta málsnúmer

Lagðar fram tillögur að breytingum á samþykktum LSA ásamt geinargerð.
Bæjarráð staðfestir fyrir sitt leyti framlagðar tillögur um breytingar á samþykktum Lífeyrissjóðs starfsmanna Akureyrarbæjar sem lagðar verða fram til samþykktar á ársfundi sjóðsins 11. maí nk. og vísar þeim til afgreiðslu bæjarstjórnar.

9.Ljósleiðari til Hríseyjar

Málsnúmer 2021023130Vakta málsnúmer

Lagður fram samningur milli Fjarskiptasjóðs og Akureyrarbæjar um styrkveitingu vegna lagningar ljósleiðarastofnstrengs milli fastalandsins og Hríseyjar. Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri gerði grein fyrir stöðu málsins.
Bæjarráð telur mikilvægt fyrir samfélag og atvinnulíf í Hrísey að þangað verði lagður ljósleiðari og samþykkir því samninginn og felur bæjarstjóra að undirrita hann fyrir hönd bæjarins.

10.Norðurá bs. - endurnýjun samnings um urðun við Blönduós

Málsnúmer 2020040560Vakta málsnúmer

Drög að samningi Flokkunar Eyjafjarðar við Norðurá bs. vegna urðunar úrgangs lögð fram til afgreiðslu.
Bæjarráð staðfestir samning Flokkunar Eyjafjarðar við Norðurá bs. og felur bæjarstjóra að undirrita hann fyrir hönd bæjarins.

11.Flugklasi - samstarf um millilandaflug til Norðurlands

Málsnúmer 2011060107Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar skýrsla um starf flugklasans undanfarna mánuði.

12.Fóðurverksmiðjan Laxá hf. - aðalfundur 2021

Málsnúmer 2021040906Vakta málsnúmer

Erindi móttekið 16. apríl 2021 frá Fóðurverksmiðjunni Laxá hf. þar sem boðað er til aðalfundar þriðjudaginn 4. maí 2021 kl. 15:00. Fundurinn verður fjarfundur á Teams.
Bæjarráð felur Dan Jens Brynjarssyni sviðsstjóra fjársýslusviðs að fara með umboð Akureyrarbæjar á aðalfundinum.

13.Norðurorka hf. - aðalfundur 2021

Málsnúmer 2021041521Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 23. mars 2021 frá stjórn Norðurorku hf. þar sem boðað er til aðalfundar félagsins 29. apríl kl. 15:00 í matsal Norðurorku að Rangárvöllum, Akureyri.
Bæjarráð felur Guðmundi Baldvini Guðmundssyni formanni bæjarráðs að fara með umboð Akureyrarbæjar á fundinum.

14.Stjórn Norðurorku hf. - fundargerðir

Málsnúmer 2018110047Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 259. fundar stjórnar Norðurorku hf. dagsett 23. mars 2021.

15.Frumvarp til laga um rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur (nikótínvörur), 713. mál

Málsnúmer 2021040765Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 15. apríl 2021 frá velferðarnefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur (nikótínvörur), 713. mál 2021.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 29. apríl nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.

Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/151/s/1192.html

16.Tillaga til þingsályktunar um endurskoðaða landsskipulagsstefnu 2015-2026, 705. mál

Málsnúmer 2021040813Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 15. apríl 2021 frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um tillögu til þingsályktunar um endurskoðaða landsskipulagsstefnu 2015-2026, 705. mál 2021.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 29. apríl nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.

Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/151/s/1184.html

17.Tillaga til þingsályktunar um staðsetningu vindorkuvera í landslagi og náttúru Íslands, 707. mál

Málsnúmer 2021040817Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 15. apríl 2021 frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um tillögu til þingsályktunar um staðsetningu vindorkuvera í landslagi og náttúru Íslands, 707. mál 2021.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 29. apríl nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.

Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/151/s/1186.html

18.Frumvarp til laga um breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, lögum um meðhöndlun úrgangs og lögum um úrvinnslugjald (EES-reglur, hringrásarhagkerfi), 708. mál

Málsnúmer 2021040821Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 15. apríl 2021 frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, lögum um meðhöndlun úrgangs og lögum um úrvinnslugjald (EES-reglur, hringrásarhagkerfi), 708. mál 2021.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 29. apríl nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.

Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/151/s/1187.html

19.Frumvarp til laga um breytingu á lögum um verndar- og orkunýtingaráætlun, nr. 48 2011 (málsmeðferð virkjunarkosta í vindorku), 709. mál

Málsnúmer 2021040815Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 15. apríl 2021 frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um breytingu á lögum um verndar- og orkunýtingaráætlun nr. 48/2011 (málsmeðferð virkjunarkosta í vindorku), 709. mál 2021.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 29. apríl nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.

Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/151/s/1188.html

20.Frumvarp til laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana, 712. mál

Málsnúmer 2021040822Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 15. apríl 2021 frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana, 712. mál 2021.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 29. apríl nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.

Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/151/s/1191.html

21.Frumvarp til laga um um breytingu á ýmsum lögum á málefnasviði mennta- og menningarmála (öflun sakavottorðs), 715. mál

Málsnúmer 2021040819Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 15. apríl 2021 frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum á málefnasviði mennta- og menningarmála (öflun sakavottorðs), 715. mál 2021.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 29. apríl nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.

Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/151/s/1194.html

22.Frumvarp til laga um grunnskóla og framhaldsskóla (fagráð eineltismála), 716. mál

Málsnúmer 2021040818Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 15. apríl 2021 frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um grunnskóla og framhaldsskóla (fagráð eineltismála), 716. mál 2021.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 29. apríl nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.

Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/151/s/1195.html

23.Frumvarp til laga um uppbyggingu og rekstur flugvalla og þjónustu við flugumferð, 702. mál

Málsnúmer 2021041044Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 20. apríl 2021 frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um uppbyggingu og rekstur flugvalla og þjónustu við flugumferð, 702. mál 2021.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 4. maí nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.

Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/151/s/1181.html

24.Frumvarp til laga um breytingu á lögum um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda og um upplýsingaskyldu þeirra, nr. 162 2006 (gagnsæi, skráning og vinnsla persónuupplýsinga), 668. mál

Málsnúmer 2021041076Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 21. apríl 2021 frá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um breytingu á lögum um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda og um upplýsingaskyldu þeirra, nr. 162/2006 (gagnsæi, skráning og vinnsla persónuupplýsinga), 668. mál 2021.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 12. maí nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.

Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/151/s/1137.html

25.Tillaga til þingsályktunar um skráða sambúð fleiri en tveggja aðila, 539. mál

Málsnúmer 2021041115Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 21. apríl 2021 frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um tillögu til þingsályktunar um skráða sambúð fleiri en tveggja aðila, 539. mál 2021.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 5. maí nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.

Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/151/s/0901.html

Fundi slitið - kl. 10:46.