Málsnúmer 2020120326Vakta málsnúmer
Liður 2 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 26. maí 2021:
Lögð fram að nýju tillaga að breytingu á deiliskipulagi sem nær til lóðarinnar Austursíðu 2. Tillagan var auglýst 10. mars með athugasemdafresti til 21. apríl 2021 og bárust 9 athugasemdabréf auk umsagna frá Minjastofnun Íslands, Norðurorku, Vegagerðinni og Landsneti. Þá er jafnframt lögð fram tillaga að svörum við efni innkominna athugasemda og umsagna.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt með þeim breytingum að gert verði ráð fyrir göngu- og hjólastíg meðfram nýrri aðkomu frá Austursíðu að verslunum, nýrri gönguþverun yfir Austursíðu á móts við Rimasíðu og að háspennulína Landsnets verði merkt inn á skipulagið. Jafnframt er lagt til að tillaga að svörum við athugasemdum verði samþykkt.
Þórhallur Jónsson kynnti tillögu skipulagsráðs. Auk hans tók Sóley Björk Stefánsdóttir til máls.