Erindi dagsett 25. mars 2021 frá Tryggva Marinóssyni f.h. stjórnar og aðalfundar Hamra, útilífsmiðstöðvar skáta, þar sem óskað er eftir að komið verði á fundi um málefni Hamra, útilífsmiðstöðvar skáta að Hömrum. Aðalfundurinn telur mikilvægt í tengslum við gerð samnings um rekstur tjaldsvæðisins, sem nú er verið að ljúka við, verði einnig fjallað um framtíð útilífsmiðstöðvarinnar að Hömrum.
Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs og Kristinn J. Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.