Stjórn Akureyrarstofu

285. fundur 26. september 2019 kl. 14:00 - 16:59 Rósenborg - fundarsalur 3. hæð
Nefndarmenn
  • Hilda Jana Gísladóttir formaður
  • Anna Fanney Stefánsdóttir
  • Sigfús Arnar Karlsson
  • Anna María Hjálmarsdóttir
  • Eva Hrund Einarsdóttir
  • Karl Liljendal Hólmgeirsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs
  • Þórgnýr Dýrfjörð deildarstjóri akureyrarstofu ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Kristinn J. Reimarsson sviðsstjóri Samfélagssviðs
Dagskrá
Anna María Hjálmarsdóttir V-lista sat fundinn í forföllum Finns Dúa Sigurðssonar.

1.Sigurhæðir, sala húsnæðis

Málsnúmer 2019090404Vakta málsnúmer

Samkvæmt starfs- og fjárhagsáætlun stjórnar Akureyrarstofu fyrir árið 2020 skal selja húsið Sigurhæðir.

Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs sat fundinn undir þessum lið.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að óska eftir því við umhverfis- og mannvirkjasvið að húsið Sigurhæðir verði sett í söluferli.

2.Listasafnið á Akureyri

Málsnúmer 2015060091Vakta málsnúmer

Tekið fyrir að nýju minnisblað um stöðu framkvæmda í Listasafninu.

Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs sat fundinn undir þessum lið.

Stjórn Akureyrarstofu þakkar sviðsstjóra umhverfis- og mannvirkjasviðs fyrir gagnlegar umræður. Stjórnin leggur áherslu á að klárað verði að loka milli fyrstu og annarrar hæðar í Ketilhúsi svo leigja megi út neðstu hæðina sem vinnuaðstöðu listamanna eða félaga í listastarfi.

3.Iðnaðarsafnið - beiðni um fjárstuðning

Málsnúmer 2018080050Vakta málsnúmer

Á fundinn mættu Jóna Sigurlaug Friðriksdóttir safnstjóri Iðnaðarsafnsins og Sóley Björk Stefánsdóttir stjórnarformaður og fóru yfir starfsemi safnsins og gerðu grein fyrir þeim rekstrarerfiðleikum sem safnið stendur frammi fyrir.
Stjórn Akureyrarstofu þakkar Jónu Sigurlaugu og Sóleyju Björk fyrir greinargóða kynningu. Stjórnin er áhugasöm um að koma til móts við óskir safnsins um aukna fjárveitingu á yfirstandandi ári. Stjórnin felur starfsmönnum að kanna hvort fjármagna megi aukinn stuðning við safnið með fjárheimildum yfirstandandi árs og afla nánari upplýsinga um fjárhagsstöðu málaflokksins ef ske kynni að óska þurfi eftir viðauka vegna aukins stuðnings við Iðnaðarsafnið.

4.Í skugga valdsins #metoo - kynning

Málsnúmer 2019090491Vakta málsnúmer

Umfjöllun um endurskoðaðar siðareglur kjörinna fulltrúa Akureyrarbæjar, samskiptasáttmála kjörinna fulltrúa Akureyrarbæjar og leiðbeiningar um skráningu kjörinna fulltrúa hjá Akureyrarbæ á fjárhagslegum hagsmunum og trúnaðarstörfum sem samþykktar voru í bæjarstjórn 17. september 2019. Einnig voru kynntir verkferlar mála sem upp kunna koma.

Að umfjöllun lokinni undirrituðu nefndarmenn yfirlýsingu um siðareglur og samskiptasáttamála.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sat fund ráðsins undir þessum lið.
Stjórn Akureyrarstofu þakkar góða kynningu og lýsir yfir ánægju með siðareglurnar og samskiptasáttmálann sem og þá verkferla sem útbúnir hafa verið þeim tengd.
Kristinn J. Reimarsson sviðsstjóri vék af fundi kl. 16:30

5.Stjórn Akureyrarstofu - rekstraryfirlit 2019

Málsnúmer 2019020025Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar 8 mánaða rekstraryfirlit.

6.Norðurveggur Amaróhússins - listaverk og viðhald

Málsnúmer 2019090432Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 16. september 2019 frá Óla Þór Jónssyni f.h. Húsfélags Amaróhússins vegna myndlistaverka sem prýða norðurvegg hússins. Til stendur að fara í viðhald á veggnum og fyrirsjáanlegt að listaverkin munu skemmast samhliða steypuviðgerðum. Fram kemur að húsfélagið hafi áhuga á að afla tekna með því að selja auglýsingapláss á veggnum og býður það Akureyrarstofu að gerast leigutaki með það fyrir augum að endurgera listaverkin svo þau megi áfram skreyta vegginn.
Stjórn Akureyrarstofu getur ekki orðið við erindinu.

Fundi slitið - kl. 16:59.