Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

667. fundur 22. febrúar 2018 kl. 13:00 - 14:15 Fundarherbergi skipulagsdeild
Nefndarmenn
  • Bjarki Jóhannesson byggingarfulltrúi
  • Leifur Þorsteinsson
  • Björn Jóhannsson
Starfsmenn
  • Stefanía G Sigmundsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Stefanía Sigmundsdóttir
Dagskrá

1.Geirþrúðarhagi 3 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2018020274Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 14. febrúar 2018 þar sem Fanney Hauksdóttir fyrir hönd Sigurgeirs Svavarssonar ehf. sækir um byggingarleyfi á lóð nr. 3 við Geirþrúðarhaga fyrir 5 íbúða raðhúsi á einni hæð. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Fanneyju Hauksdóttur.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

2.Hafnarstræti 75 - umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingum

Málsnúmer 2018010063Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 5. janúar 2018 þar sem Gunnlaugur Jónasson fyrir hönd Hótels Akureyrar ehf., kt. 640912-0220, sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum á húsi nr. 75 við Hafnarstræti. Sótt er um að minnka húsið að sunnaverðu vegna nýs flóttagangs aðliggjandi húss. Innkomnar nýjar teikningar 16. febrúar 2018.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

3.Höfðahlíð 5 - breyting í tvær eignir

Málsnúmer 2017110272Vakta málsnúmer

Rögnvaldur Harðarson fyrir hönd Klettabjarga ehf., kt. 490908-0990, leggur inn lagfærðar teikningar vegna eignaskipta í húsinu nr. 5 við Höfðahlíð. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Rögnvald Harðarson innkomnar 21. febrúar 2018.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

4.Þórunnarstræti, dælustöð Norðurorku - umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingum

Málsnúmer 2018020299Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 16. febrúar 2018 þar sem Anton Örn Brynjarsson fyrir hönd Norðurorku hf., kt. 550978-0169, sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum á innra skipulagi dælustöðvar Norðurorku við Þórunnarstræti, vegna olíuknúinnar varaaflsvélar og nýja innkeyrsluhurð. Meðfylgjandi eru teikningar efir Fanneyju Hauksdóttur.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

5.Baldursnes 8 - fjölgun noteininga

Málsnúmer BN070315Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 14. febrúar 2018 þar sem Ágúst Hafsteinsson fyrir hönd Valhallar ehf., kt. 670269-6639, sækir um byggingarleyfi fyrir skiptingu húss nr. 8 við Baldursnes í þrjár noteiningar. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Ágúst Hafsteinsson.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

Fundi slitið - kl. 14:15.