Málsnúmer 2016120021Vakta málsnúmer
4. liður í fundargerð velferðarráðs dagsett 7. mars 2018:
Lagðar fyrir að nýju reglur um sérstakan húsnæðisstuðning, málið var áður á dagskrá velferðarráðs þann 21. febrúar sl.
Magnús Valur Axelsson húsnæðisfulltrúi lagði fram minnisblað sitt dagsett 5. mars 2018.
Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður í félagsþjónustu sat fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð samþykkir breytingar á reglum um sérstakan húsnæðisstuðning og þann kostnaðarauka sem í þeim felst fyrir sitt leyti og vísar málinu áfram til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.