Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

661. fundur 11. janúar 2018 kl. 13:15 - 14:15 Fundarherbergi skipulagsdeild
Nefndarmenn
  • Bjarki Jóhannesson byggingarfulltrúi
  • Leifur Þorsteinsson
  • Björn Jóhannsson
Starfsmenn
  • Stefanía G Sigmundsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Stefanía Sigmundsdóttir
Dagskrá

1.Norðurgata 10 - umsókn um merkt bílastæði

Málsnúmer 2018010128Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 9. janúar 2018 þar sem Óskar Aðalgeir Óskarsson sækir um að fá sérmerkt bílastæði við íbúð sína í húsi nr. 10 við Norðurgötu. Meðfylgjandi er mynd og afrit af stæðiskorti.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið og felur umhverfis- og mannvirkjasviði að merkja bílastæði fyrir fatlaða norðan aðkomustéttar að suðurinngangi, en án sérmerkingar bílnúmers.

2."The Color Run" Akureyri - leyfisósk og styrkbeiðni

Málsnúmer 2017020093Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 4. desember 2017 frá Davíð Lúther Sigurðarsyni þar sem hann fyrir hönd Basic International ehf. óskar eftir leyfi og samvinnu bæjaryfirvalda vegna The color Run litahlaups á Akureyri þann 7. júlí 2018. Óskað er eftir framkvæmdaheimild fyrir dagana 6.- 8. júlí 2018 vegna undirbúnings og frágangs. Um er að ræða leyfi fyrir aðstöðu í enda Hólabrautar við Akureyrarvöll fyrir svið og hljóðkerfi ásamt litastöðvum í Hafnarstræti við hús nr. 26 og í Aðalstræti við Minjasafnið.

Jafnframt er óskað eftir lokunum gatna vegna hlaupsins frá 15:30-18:00 þ.e.: Hólabraut, Túngata, Ráðhústorg, Skipagata (öll), Kaupvangsstræti frá gatnamótum Drottningarbrautar upp fyrir Hafnarstræti. Best væri að takmarka umferð frá Eyrarlandsvegi þar sem gatan verður orðin botngata en klárlega hægt að hleypa umferð að Hótel KEA svo dæmi sé tekið. Hafnarstræti (allt), Austurbrú frá Drottningarbraut að Hafnarstræti, Aðalstræti (allt), Naustafjara. Duggufjara og Búðarfjara lokast inni með lokun Aðalstrætis.

Fyrir liggur jákvæð umsögn umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar dagsett 11. janúar 2018 enda verði litastöðvar hreinsaðar vel strax að hlaupi loknu.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið fyrir sitt leyti. Samráð skal haft við lögregluna og umhverfis- og mannvirkjasvið Akureyrarbæjar vegna lokunar gatna. Hreinsun litasvæða og hlaupaleiða skal gerð strax eftir að hlaupi lýkur í samráði við umhverfis- og mannvirkjasvið Akureyrarbæjar. Umsækjandi skal hafa samráð við eigendur fyrirtækja við götur sem loka þarf fyrir umferð og tilkynna íbúum við hlaupaleið um fyrirhugaðan viðburð og lokanir gatna.

3.Hafnarstræti 97, 4. hæð - umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingum

Málsnúmer 2017100375Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 23. október 2017 þar sem Ingólfur Guðmundsson fyrir hönd Eflingar sjúkraþjálfunar ehf. og Samvirkni ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum á innra skipulagi á 4. hæð í húsi nr. 97 við Hafnarstræti. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Valþór Brynjarsson. Innkomnar nýjar teikningar 3. janúar 2018.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

4.Ægisnes 2 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2016120135Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 19. desember 2017 þar sem Ingólfur Guðmundsson fyrir hönd Króksverks ehf. sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum fyrir húsið nr. 2 við Ægisnes. Um er að ræða hækkun á gólfkóta um 50 cm. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Valþór Brynjarsson. Innkomnar nýjar teikningar 11. janúar 2018.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

5.Margrétarhagi 10 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2017120492Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 22. desember 2017 þar sem Haraldur Árnason fyrir hönd Hraunar ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi á lóð nr. 10 við Margrétarhaga. Meðfylgjandi er gátlisti og teikningar eftir Harald Árnason.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

6.Langholt 1 - umsókn um byggingarleyfi fyrir stækkun

Málsnúmer 2017110110Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 8. nóvember 2017 þar sem Aðalsteinn Snorrason fyrir hönd Reita I ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir stækkun húss nr. 1 við Langholt. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Aðalstein Snorrason. Innkomnar nýjar teikningar 4. janúar 2018.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

7.Gata norðurljósanna 9 - umsókn um byggingarleyfi fyrir nýju orlofshúsi

Málsnúmer 2017110022Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 2. nóvember 2017 þar sem Árni G. Kristjánsson fyrir hönd Starfsmannafélags Garðabæjar sækir um byggingarleyfi fyrir nýbyggingu á lóð nr. 9 við Götu norðurljósanna í stað þess sem nú stendur. Meðfylgjandi eru teikningar efitr Árna G. Kristjánsson. Innkomnar nýjar teikningar 10. janúar 2018.
Byggingarfulltrúi túlkar bréfið sem beiðni um heimild til breytingar á deiliskipulagi og vísar erindinu til skipulagsráðs.

Byggingafulltrúi frestar því erindinu.

Fundi slitið - kl. 14:15.