Umhverfis- og mannvirkjaráð

1. fundur 19. janúar 2017 kl. 13:00 - 14:25 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Ingibjörg Ólöf Isaksen formaður
  • Eiríkur Jónsson
  • Sæbjörg Sylvía Kristinsdóttir
  • Gunnar Gíslason
  • Þorsteinn Hlynur Jónsson
  • Hermann Ingi Arason áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs
  • Dóra Sif Sigtryggsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Dóra Sif Sigtryggsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Fyrsti fundur í umhverfis- og mannvirkjaráði samkvæmt samþykkt bæjarstjórnar frá 3. janúar 2017. Eldra heiti var stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar, framkvæmdaráð og umhverfisnefnd. Bæjarstjórn hefur kosið eftirfarandi aðal- og varamenn til setu í ráðinu á yfirstandandi kjörtímabili:

Aðalmenn:
Ingibjörg Ólöf Isaksen formaður B-lista
Eiríkur Jónsson varaformaður S-lista
Sæbjörg Sylvía Kristinsdóttir L-lista
Gunnar Gíslason D-lista
Þorsteinn Hlynur Jónsson Æ-lista
Hermann Ingi Arason áheyrnarfulltrúi V-lista

Varamenn:
Óskar Ingi Sigurðsson B-lista
Jóhann Jónsson S-lista
Matthías Rögnvaldsson L-lista
Jón Orri Guðjónsson D-lista
Jón Þorvaldur Heiðarsson Æ lista
Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista

1.Umhverfis- og mannvirkjaráð - samþykkt nefndar frá 3. janúar 2017

Málsnúmer 2017010133Vakta málsnúmer

Lögð fram samþykkt fyrir umhverfis- og mannvirkjaráð sem tók gildi 3. janúar 2017.
Umhverfis- og mannvirkjaráð felur sviðsstjóra að fara yfir samþykktina og leggja fyrir að nýju á næsta fundi ráðsins þann 27. janúar 2017.

2.Umhverfis- og mannvirkjaráð - fundaráætlun

Málsnúmer 2017010124Vakta málsnúmer

Lögð fram fundaráætlun fyrir árið 2017.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir framlagða fundaráætlun.

3.Umhverfis- og mannvirkjasvið - sameiningarferli

Málsnúmer 2017010126Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að skipuriti fyrir umhverfis- og mannvirkjasvið Akureyrarbæjar ásamt starfsáætlunum fyrir árið 2017 frá Fasteignum Akureyrarbæjar, framkvæmdadeild og umhverfismiðstöð.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir framlagt skipurit í samræmi við umræður á fundinum.

4.Ófyrirséð viðhald - útboð 2016

Málsnúmer 2016120042Vakta málsnúmer

Lagðar fram niðurstöður á útboði á ófyrirséðu viðhaldi áranna 2017-2018.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að gengið verði til samninga við lægstbjóðendur sem eru eftirfarandi verktakar:

Húsasmíði:

Arnarholt ehf, Sporr 33 ehf, Jóhann Eysteinsson ehf, Trésmiðja Kristjáns Jónassonar ehf, Lækjarsel ehf.

Málun:

Litblær ehf, Málningarmiðstöðin ehf, Betra Mál ehf, Stefán Jónsson ehf, Meistararnir sem Mála ehf.

Rafvirkjun:

Rafmax ehf, KNX ehf, Eltec ehf, Rafeyri ehf.

Pípulögn:

Júlíus Björnsson ehf, Lagnalind ehf, Bútur ehf, Varmastýring ehf.

Múrverk:

Smári Sigurðsson ehf.

Blikksmíði:

Benni Blikk ehf, Blikkrás ehf.

Stálsmíði:

Vélsmiðja Steindórs ehf.

5.Molta - pappírstætari

Málsnúmer 2017010100Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Moltu dagsett 20. desember 2016 þess efnis að Molta eignist pappírstætara sem Akureyrarbær keypti árið 2011 ásamt minnisblaði dagsettu 17. janúar 2017.
Umhverfis- og mannvirkjaráð felur formanni og framkvæmdastjóra að ræða við forsvarsmenn Moltu.

Fundi slitið - kl. 14:25.